Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Rashford stóð sig vel en liðið hafði lagt grunninn
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var skiljanlega ánægður með 5-0 sigur Manchester United á RB Leipzig í Meistaradeildinni í kvöld.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Fullkomið kvöld Man Utd - Börsungar unnu Juve

Marcus Rashford kom inn á sem varamaður og skoraði þrennu, en Solskjær var ánægður með frammistöðu liðsins heilt yfir.

„Marcus Rashford kom inn á og stóð sig vel, en liðið hafði lagt grunninn. Þetta er það sem þú vilt fá frá varamönnunum þínum," sagði Solskjær.

„Leipzig pressar hátt og af miklum krafti. Við þurftum að grafa djúpt eftir þessari frammistöðu."

„Við þurftum að hvíla nokkra leikmenn því þetta er erfitt tímabil. Hópurinn er að koma vel saman."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner