Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2020 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Magnaður Mahrez - Meira að segja Mendy skoraði
Mynd: Getty Images
Manchester City 5 - 0 Burnley
1-0 Riyad Mahrez ('6 )
2-0 Riyad Mahrez ('22 )
3-0 Benjamin Mendy ('41 )
4-0 Ferran Torres ('66 )
5-0 Riyad Mahrez ('69 )

Manchester City vann 5-0 stórsigur á Burnley á heimavelli í dag. Mörkin fimm eru einn þriðji þeirra marka sem City hefur skorað í deildinni á leiktíðinni (5 af 15).

Riyad Mahrez skoraði þrennu í leiknum og er það í annað sinn sem leikmaður frá Afríku skorar þrennu fyrir Manchester City, Yaya Toure gerði það árið 2014.

Benjamin Mendy skoraði sitt fyrsta mark fyrir City en hann gekk í raðir City frá Mónakó sumarið 2017. Ferran Torres skoraði þá sitt fyrsta deildarmark með City.

Bailey Peacock-Farrell lék í marki Burnley í dag vegna meiðsla Nick Pope. Yfirburðir City voru miklir en liðið hélt boltanum í tæplega 70% þess tíma sem boltinn var í leik. City er komið með fimmtán stig, sex stigum minna en topplið Liverpool og City á leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner
banner