Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. nóvember 2021 13:27
Aksentije Milisic
Redknapp: Rangnick inn fyrir Carrick? Heimskasta sem ég hef heyrt
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp segir að sú ákvörðun hjá Manchester United að fá Ralf Rangnick inn fyrir Michael Carrick sem stjóra út tímabilið sé það heimskasta sem hann hafi heyrt.

Carrick hefur stjórnað Man Utd síðan Ole Gunnar Solskjær var látinn fara og segir Redknapp að Carrick hefði átt að fá að stýra liðinu út þetta tímabil.

Talið er að Rangnick taki við liðinu eftir helgina og stýri því út þetta tímabil áður en nýr stjóri verður ráðinn inn næsta sumar.

„Sú staðreynd að United sé að fá Rangnick inn sem bráðabirgðarstjóra til að taka við af öðrum bráðabirgðarstjóra er gjörsamlega galið," sagði Harry.

„Þetta er það heimskasta sem ég hef heyrt á ævinni, sama hvernig litið er á þetta."

„Ef þeir virkilega vildu Mauricio Pochettino, þá eru til leiðir til að fá hann strax núna. Ef ef þeir þurfa að bíða, afhverju að ýta þá Carrick til hliðar og setja einhvern fyrir ofan hann út þetta tímabil? Hvað þýðir það? Við höfum enga trú á þér?"

Carrick mun stýra liðinu í leiknum gegn Chelsea í dag en United vann Villareal í Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni undir stjórn Carrick.
Athugasemdir
banner
banner
banner