Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   þri 28. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Yannick Bolasie semur við Swansea (Staðfest)
Mynd: Swansea
Yannick Bolasie er genginn í raðir Swansea City á frjálsri sölu en hann gerir skammtímasamning við velska félagið.

Bolasie er 34 ára gamall kantmaður sem er fæddur í Frakklandi, en flutti ungur að árum til Bretlandseyja.

Hann hefur spilað með félögum á borð við Aston Villa, Crystal Palace, Everton og Middlesbrough, en síðast lék hann með tyrkneska félaginu Rizespor.

Þessi tekníski leikmaður hefur verið án félags síðan í sumar er hann yfirgaf tyrkneska félagið Rizespor, en hefur nú skrifað undir skammtímasamning við Swansea í ensku B-deildinni.

Hann á að hjálpa Swansea að komast upp töfluna en liðið er með aðeins 20 stig í 17. sæti deildarinnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner