Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 29. mars 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Með það að markmiði að meiða leikmenn Arsenal"

Kieran Tierney var í byrjunarliði skoska landsliðsins gegn því spænska í undankeppni EM 2024 í gær. Hann lék vinstra megin í miðverði í þriggja hafsenta kerfi.


Hann átti stóran þátt í seinna marki Scott McTominay í 2-0 sigri en McTominay skoraði einnig fyrra markið sem Andy Robertson lagði upp.

Tierney hefur ekki átt fast sæti í toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í einum af síðustu 11 leikjum.

Hann þurfti að fara meiddur af velli þegar skammt var til leiksloka í gær eftir að Rodri, miðjumaður Manchester City tæklaði hann.

Rodri tók einnig illa á Martin Ödegaard miðjumanni Arsenal og norska landsliðsins á dögunum þegar hann tæklaði hann innan vítateigs en Ödegaard var allt annað en sáttur með að fá ekki vítaspyrnu þá.

Stuðningsmenn Arsenal höfðu sitt að segja um Rodri.


Athugasemdir
banner