Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 29. maí 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Franska tímabilið fer ekki aftur af stað
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stjórn frönsku deildanna ákvað að enda knattspyrnutímabilið sitt vegna Covid-19 á svipuðum tíma og Hollendingar og Belgar.

Sú ákvörðun fór ekki vel í alla og undanfarnar vikur hefur verið sett mikil pressa að draga ákvörðunina til baka og fara aftur af stað með tímabilið.

Þessi pressa hefur aukist til muna síðustu daga eftir að tilkynnt var að enska, ítalska og spænska deildin munu allar fara aftur af stað í júní. Þá er þýska deildin í fullu fjöri og eru Pólverjar og Danir einnig farnir af stað.

Stjórn frönsku deildanna segist ekki bera ábyrgð á þessari ákvörðun, heldur sé það franska ríkisstjórnin.

„Edouard Philippe (forsætisráðherra Frakka) hefur hafnað því alfarið að knattspyrnutímabilið geti farið aftur af stað. Þar af leiðandi er ekki mögulegt að ræsa 2019-20 tímabilið á ný," segir í yfirlýsingu frá deildasambandinu.

Jean-Michel Aulas, eigandi Lyon, hefur verið sérstaklega hávær í mótmælum sínum gegn því að bundið hafi verið enda á fótboltatímabilið. Hann telur félagið tapa tugum milljóna evra vegna ákvarðarinnar, sem hann segir einnig drepa allar vonir félagsins um að gera vel í Meistaradeildinni.

Lyon er í 16-liða úrslitum og vann fyrri leikinn gegn Ítalíumeisturum Juventus 1-0 á heimavelli. Seinni leikurinn er þó eftir en ljóst er að leikmenn Lyon verða ekki í sama leikformi og kollegar þeirra hjá Juventus ef ítalska deildin verður komin af stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner