Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 29. maí 2023 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Alltaf staðið sína vakt þegar við höfum kallað á hann"
watermark Gyrðir fagnaði eftir leik í gær.
Gyrðir fagnaði eftir leik í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Virkilega ánægður (með mína persónulegu frammistöðu). Ég er mjög ánægður með að skora annan leikinn í röð, en fyrst og fremst er ég ánægður með þessi þrjú stig," sagði Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, leikmaður FH, í viðtali eftir sigur FH gegn HK í gær.

Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Gyrðir skoraði tvö mörk í leiknum og fylgdi með þeirri frammistöðu á eftir frammistöðunni gegn ÍBV í síðasta leik á undan þar sem hann bæði skoraði og lagði upp. Það eru hans tveir byrjunarliðsleikir í deildinni á tímabilinu.

„Gyrðir hefur gert það sem að við vonuðumst eftir þegar við fengum hann. Bara flottur strákur og alltaf staðið sína vakt þegar við höfum kallað á hann," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í gær.

Gyrðir er 24 ára fjölhæfur leikmaður sem gekk í raðir FH frá Leikni í vetur. Hann er uppalinn hjá KR en spilaði sinn fyrsta keppnisleik með meistaraflokki sumarið 2019 með Leikni þar sem hann lék svo í fjögur tímabil.


Heimir um myndbandið: Fór í þetta þótt að ég sé ekki mikill leikari
Gyrðir: Völlurinn var skemmtilegur en mjög blautur
Athugasemdir
banner