Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. maí 2023 12:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ronaldo á leiðinni á Laugardalsvöll - Fimm frá Manchester
Icelandair
Ronaldo
Ronaldo
Mynd: Getty Images
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: Getty Images
Roberto Martínez, þjálfari portúgalska landsliðsins, hefur valið 26 mann hóp fyrir komandi leiki liðsins í undankeppni EM. Portúgal mætir Bosníu & Hersegóvínu 17. júní og svo Íslandi á Laugardalsvelli 20. júní.

Portúgal er með fullt hús stiga í riðlinum eftir fyrstu tvo leikina, sigrar unnust gegn Liechtenstein og Lúxemborg í mars.

Cristiano Ronaldo, markahæsti landsliðsmaður í sögunni, er í portúgalska hópnum. Nokkrar breytingar eru frá síðasta hóp en Matheus Nunes og Joao Mario og Danilo Pereira eru á meðal manna sem ekki eru valdir í þetta verkfna.

Fimm leikmenn frá Manchester-liðunum eru í hópnum; Bruno Fernandes og Diogo Dalot frá United og Rúben Dias, Joao Cancelo og Bernardo Silva frá City.

Portúgalski hópurinn:
Markverðir: Diogo Costa, José Sa, Rui Patrício.

Varnarmenn: António Silva, Danilo, Diogo Dalot, Gonçalo Inácio, João Cancelo, Nélson Semedo, Pepe, Raphäel Guerreiro, Rúben Dias, Toti Gomes.

Miðjumenn: Bernardo Silva, Bruno Fernandes, João Palhinha, Otávio, Renato Sanches, Ricardo Horta, Rúben Neves, Vitinha.

Sóknarmenn: Cristiano Ronaldo, Diogo Jota, Gonçalo Ramos, João Félix and Rafael Leão.
Athugasemdir
banner
banner
banner