Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
banner
   mið 29. maí 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Alberto búinn að ná samkomulagi við Al-Duhail
Mynd: Getty Images
Katarska félagið Al-Duhail er búið að missa Philippe Coutinho frá sér en er staðráðið í því að næla í miðjumanninn hæfileikaríka Luis Alberto í staðinn.

Alberto er 31 árs gamall Spánverji sem hefur verið hjá Lazio síðustu átta ár, en þar áður var hann hjá Sevilla og Liverpool.

Alberto hefur spilað yfir 307 leiki fyrir Lazio og komið að 131 marki á dvöl sinni þar, auk þess að spila einn A-landsleik fyrir Spán.

Claudio Lotito, forseti Lazio, ætlar þó ekki að missa Alberto frá sér á neinu afsláttarverði. Leikmaðurinn er í lykilhlutverki hjá Lazio og kom að 16 mörkum í 44 leikjum á tímabilinu.

Alberto er samningsbundinn Lazio næstu þrjú árin og verður áhugavert að fylgjast með viðræðum Al-Duhail við Lazio um kaupverð.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Al-Duhail sé búið að ná samkomulagi við Alberto um persónuleg kjör.

Al-Duhail endaði í sjötta sæti katörsku deildarinnar í ár, með 28 stig úr 22 leikjum.

Christophe Galtier, fyrrum þjálfari Saint-Étienne, Lille, Nice og PSG, er við stjórnvölinn hjá Al-Duhail.
Athugasemdir
banner
banner
banner