Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 29. júlí 2021 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Agnar Guðjóns í Þrótt Vogum (Staðfest)
Agnar í leik með Gróttu 2018.
Agnar í leik með Gróttu 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þróttur Vogum, topplið 2. deildar, hefur fengið Agnar Guðjónsson á láni frá Gróttu.

Agnar er 24 ára gamall kantmaður sem hefur aðeins komið við sögu í einum leik með Gróttu í Lengjudeildinni í sumar.

Í fyrra spilaði hann með Kríu í 4. deildinni og skoraði þá fimm mörk í 11 leikjum. Hann hefur alls spilað 93 keppnisleiki í meistaraflokki og skorað í þeim 13 mörk.

Hann kemur til með að auka breiddina í liði Þróttar sem er með þriggja stiga forskot á toppi 2. deildar.

Hann gæti spilað með Þrótti gegn Haukum í næstu viku, á föstudag.

Fótbolti.net er með beina lýsingu frá gluggadeginum en hægt er að nálgast hana hérna.
Athugasemdir
banner
banner