fös 29. júlí 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 16. sæti - „Bielsa verður alltaf goðsögn"
Leeds
Leeds rétt náði að halda sér uppi á síðasta tímabili.
Leeds rétt náði að halda sér uppi á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Jesse Marsch náði að halda Leeds uppi á síðustu leiktíð.
Jesse Marsch náði að halda Leeds uppi á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Kalvin Phillips fór til Manchester City.
Kalvin Phillips fór til Manchester City.
Mynd: Manchester City
Leeds missti líka Raphinha.
Leeds missti líka Raphinha.
Mynd: Getty Images
En það eru komnir margir nýir inn; þar á meðal Bandaríkjamaðurinn Brenden Aaronson.
En það eru komnir margir nýir inn; þar á meðal Bandaríkjamaðurinn Brenden Aaronson.
Mynd: Leeds United
Árni Þór, stuðningsmaður Leeds, ásamt systrum sínum.  Fimm mínútum fyrir þessa mynd voru þær í lyftu með Luke Ayling á hótelinu og þær höfðu ekki hugmynd um hver hann var.
Árni Þór, stuðningsmaður Leeds, ásamt systrum sínum. Fimm mínútum fyrir þessa mynd voru þær í lyftu með Luke Ayling á hótelinu og þær höfðu ekki hugmynd um hver hann var.
Mynd: Úr einkasafni
Frá Elland Road, heimavelli Leeds.
Frá Elland Road, heimavelli Leeds.
Mynd: Getty Images
Bielsa verður alltaf goðsögn hjá félaginu.
Bielsa verður alltaf goðsögn hjá félaginu.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestum fótboltaunnendum á Íslandi, hefst um næstu helgi. Það er rúm vika í fyrsta leik.

Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst í röðinni er það Leeds sem er spáð 16. sæti deildarinnar af okkar fréttafólki.

Um Leeds Þeir náðu að bjarga sér í lokaumferðinni á síðustu leiktíð eftir ansi stormasamt tímabil. Marcelo Bielsa, sem er í guðatölu hjá stuðningsfólki, var rekinn og Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch tók við í hans stað. Útlitið var ekki gott á ákveðnum tímapunkti en þeir náðu að bjarga sér með eftirminnilegum sigri í lokaumferðinni.

Það voru mikil meiðslavandræði á lykilmönnum í fyrra og það hjálpaði alls ekki. Í sumar hafa orðið stórar breytingar á leikmannahópnum og verður áhugavert að sjá hvernig það tekst upp.

Komnir:
Brenden Aaronson frá Salzburg - 24,7 milljónir punda
Luis Sinisterra frá Feyenoord - 21,3 milljónir punda
Tyler Adams frá RB Leipzig - 20 milljónir punda
Marc Roca frá Bayern München - 10 milljónir punda
Rasmus Kristensen frá Salzburg - 10 milljónir punda
Darko Gyabi frá Manchester City - 5 milljónir punda

Farnir:
Raphinha til Barcelona - 49 milljónir punda
Kalvin Phillips til Manchester City - 42 milljónir punda
Leif Davis til Ipswich - óuppgefið kaupverð
Jamie Shackleton til Millwall - á láni
Tyler Roberts til QPR - á láni
Charlie Cresswell til Millwall - á láni
Liam McCarron til Stoke - óuppgefið kaupverð
Nohan Kenneh til Hibernian - óuppgefið kaupverð

Lykilmenn: Diego Llorente, Tyler Adams og Patrick Bamford
Llorente og Adams verða að stíga upp fyrir Leedsara. Llorente er spænskur landsliðsmaður og hann verður að sýna það af hverju hann er það í deildinni í vetur. Adams er svo spennandi leikmaður sem kemur til með að fylla í skarð Kalvin Phillips. Það eru stórir skór að fara í. Bamford var mikið meiddur á síðustu leiktíð, en hann getur skorað mörk í þessari deild og mikið af þeim.



Fékk þá gjöf frá honum að verða Leedsari
Árni Þór Birgisson er mikill stuðningsmaður Leeds, eins og margir á Íslandi. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um liðið og tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með Leeds af því að... Pabbi er harður Leedsari frá Gullaldarárunum á sjöunda áratugnum. Ég fékk þá gjöf frá honum að verða Leedsari.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Síðasta tímabil var mikil vonbrigði, þar sem væntingarnar voru meiri eftir frábært fyrsta ár í efstu deild. En er þetta ekki týpískt ár tvö hjá liði sem kemur upp? Gerir góða hluti á fyrsta ári en strögglar á ári tvö. Tímabilið leggst vel í mig, við höfum misst tvo mjög sterka leikmenn í Kalvin Phillips og Raphinha, en höfum verið að fá marga nýja og sterka leikmenn inn. Í fyrra vantaði mikið upp á breidd liðsins, en það ætti ekki að vera vandamál í ár. Ég á von á skemmtilegu tímabili.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila? Ef svo er, hvernig var það? Ég er ársmiðahafi á Elland Road og reyni að ná sirka tíu heimaleikjum á tímabili og 1-2 útileikjum. Upplifunin að standa inn á Elland Road með 'Marching on Together' á fullu og leikmennirnir að ganga inn á völlinn, hún er ólýsanleg. Ég vil meina að stuðningsmenn Leeds séu þeir allra bestu og háværustu í úrvalsdeildinni og stemmningin á Elland Road toppar stemninguna á öllum öðrum völlum.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? Ég er mikill Luke Ayling maður. Hann er ekki besti fótboltamaður í heimi, en baráttan og eljusemin vinnur það allt upp.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Ég vil nú ekki losna við neinn, en ef ég þarf að nefna einn sem mér hefur fundist fengið meiri spilatíma en hann á skilið, þá er það Mateusz Klich.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Archie Gray er eitt mesta efni Englands í dag, er aðeins 16 ára. Fær líklega ekki mikið að spila í vetur, en hann er nafn sem fólk á að leggja á minnið fyrir komandi ári. Annars hefur ég trú á að Jack Harrison nái sér almennilega á strik í dag, og ef Patrick Bamford helst heill þá verður hann 20+ marka maður.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... N'Golo Kante.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Honum tókst að halda okkur uppi þó útlitið væri svart um tíma. Ég er ekki 100% sannfærður um að hann sé rétti maðurinn fyrir liðið, en ég stend við bakið á honum sama hvað tautar og raular.

Hvað fannst þér um ákvörðun félagsins að reka Marcelo Bielsa á síðustu leiktíð? Ég lenti í miklum hártogunum við sjálfan mig um þetta, en mér fannst ákvörðunin rétt. Það var ljóst að Bielsa myndi hætta í lok tímabils. Liðið var að tapa stórt og það var lítill lífsvilji í liðinu í síðustu leikjum Bielsa. Í slíkum kringumstæðum er oft gott að fá inn nýtt blóð. Jesse Marsch átti að taka við liðinu fyrir þetta tímabil, en kom bara inn nokkrum mánuðum fyrr. Hann náði að blása baráttuanda í liðið og ná í nokkra góða sigra og halda okkur uppi.

Bielsa verður alltaf goðsögn hjá Leeds þrátt fyrir allt.

Í hvaða sæti mun Leeds enda á tímabilinu? Ég ætla að vera bjartsýnn og segja að við verðum í efri helmingnum þrátt fyrir ýmsar hrakspár manna; 9. sæti.




Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16. Leeds, 53 stig
17. Fulham, 43 stig
18. Brentford, 42 stig
19. Nottingham Forest, 35 stig
20. Bournemouth, 11 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner