Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mán 29. júlí 2024 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Staðfestir brottför sína frá Arsenal - Fer hann til Man Utd?
Mynd: Arsenal
Danski unglingalandsliðsmaðurinn Chido Obi er farinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal en þetta staðfestir hann á Instagram-síðu sinni í dag. Hann er sagður á leið til Manchester United.

Obi er 16 ára gamall sóknarmaður sem komst í fréttirnar í nóvember á síðasta ári er hann skoraði tíu mörk í 14-3 sigri á U16 ára liði Liverpool.

Hann hélt áfram að raða inn mörkunum fyrir unglingalið Arsenal og var verðlaunaður af Mikel Arteta, stjóra aðalliðsins. Obi var kallaður á æfingar með aðalliðinu.

EInnig skoraði hann 32 mörk í 20 leikjum með U18 ára liðinu, en hann hefur nú valið að halda vegferð sinni áfram hjá öðru félagi.

Samkvæmt ensku miðlunum er hann sagður á leið til Manchester United, en Bayern München og Borussia Dortmund hafa einnig sýnt honum áhuga.

Á dögunum fór hann í kynningarferð á æfingasvæði United og var Ruud van Nistelrooy, aðstoðarþjálfari aðalliðsins, fenginn til að sýna honum svæðið.

Obi hefur spilað fyrir yngri landslið Englands og Danmerkur. Í síðasta mánuði spilaði hann með U17 ára landsliði Danmerkur á EM og var valinn í lið mótsins. Þar gerði hann tvö mörk er Danir komust í undanúrslit.


Athugasemdir
banner
banner
banner