Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   þri 29. ágúst 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Freysi: Vildi vera viss um að allir væru að fara í sömu átt
Kvenaboltinn
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, kallar eftir því að leikmenn liðsins sýni að þeir vilji bæta sig og ná ennþá lengra í framtíðinni. Freyr segist ætla að klára samning sinn og stýra liðinu í undankeppni HM 2018 en hafði gefið í skyn í viðtali á Stöð 2 Sport á dögunum að hann myndi mögulega hætta í haust.

„Ég hef alltaf haft hug á að klára þennan samning og gera allt sem í mínu valdi stendur til að keppa um sæti á HM. Eftir EM var ýmislegt sem maður skoðaði og hugsaði. Ég vildi vera viss um að það væri gott að við héldum þessu samstarfi áfram og að allir væru að fara í sömu átt," sagði Freyr við Fótbolta.net í dag.

„Ég hef ekki fundið neitt annað hjá samstarfsmönnum og stjórnendum KSÍ. Ég hef heyrt í mörgum leikmönnum og ég finn kraft hjá þeim og vilja til að bæta sig og fara lengra. Svo sjáum við í þessum haustleikjum hvort leikmenn sýni það í verki. Það er þá engin fyrirstaða að klára þennan samning með sóma og gera þetta vel," sagði Freyr en gæti hann stigið til hliðar ef illa gengur í haust?

„Ég er ekki að hugsa um úrslitin heldur hungrið og viljann til að bæta sig. Það er hugarfarið og viljinn sem mun skipta mig öllu máli. Ég trúi ekki neinu öðru en að leikmenn séu tilbúnir í það að berjast um að komast inn á þetta heimsmeistaramót."

Vill tryggja annað sætið
Efsta sætið í riðlinum í undankeppni HM gefur beint sæti á lokamótinu í Frakklandi 2019. Í riðlunum sjö fara þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti í umspil um tvö laus sæti til viðbótar. Auk Íslands eru Þýskaland, Slóvenía, Tékkland og Færeyjar í riðlinum.

„Auðvitað getum við keppt við Þýskaland og við munum veita þeim harða keppni en þær eru líklegastar til að vinna keppnina. Annað sætið er möguleiki á umspili. Við þurfum að tryggja að við náum öðru sætinu og náum einum af fjórum bestu árangrunum af þessum sjö riðlum," sagði Freyr.

Ætlar að nota bæði kerfin
Á EM spilaði Ísland 3-4-3 eftir að hafa leikið í 4-2-3-1 í undankeppninni. Hvaða kerfi verður notað í undankeppni HM?

„Ég mun nota hvorugtveggja. Við þurfum að skoða jafnvægi út frá andstæðingum og hvaða hópi við höfum úr að velja. Við höfum góð tök á báðum kerfum núna og bæði kerfi hafa góða möguleika. Við spilum það sem er best hverju sinni."

Frábærar fyrirgjafir hjá Önnu
Anna Rakel Pétursdóttir úr Þór/KA er nýliði í hópnum að þessu sinni.

„Mér finnst hún vera spennandi leikmaður. Hún fær frábæra umsögn frá yngri landsliðsþjálfurunum eftir að hafa klárað U19 ára landsliðið. Hún hefur staðið sig vel þar og spilað glimrandi vel með Þór/KA. Fyrirgjafirnar hjá henni eru hreint út sagt frábærar og hún hefur margt til brunns að bera. Ef þú hefur sérstaka hæfileika eins og þessa spyrnufæri þá fleytir það manni langt. Hún byggir vonandi ofan á sinn leik og setur markmiðið hátt til að vera inn í þessum A-landsliðshópi og ná lengra því hún hefur fullt af hæfileikum þessi stelpa," sagði Freyr.

Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir