Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 29. október 2020 09:29
Magnús Már Einarsson
Ný vítaskytta hjá Chelsea?
Jorginho á vítapunktinum í gærkvöldi.
Jorginho á vítapunktinum í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, ætlar að ræða við leikmannahóp sinn áður en hann ákveður hvort Jorginho haldi áfram að taka vítaspyrnur liðsins eða ekki.

Jorginho klikkaði á vítapunktinum í 4-0 sigrinum á Krasnodar í Meistaradeildinni í gær en hann hefur skorað úr þremur spyrnum á þessu tímabili og klikkað á tveimur.

Timo Werner skoraði úr vítapunktinum seint í leiknum í gær en þá var Jorginho farinn af velli.

„Jorginho hefur frábæra tölfræði í því að skora úr vítaspyrnum á ferlinum, sérstaklega hjá Chelsea. Þegar þú tekur eins mörg víti og hann gerir þá getur komið kafli þar sem þú klikkar á einu eða tveimur. Ég upplifði það sem leikmaður," sagði Lampard.

„Það er ekkert vandamál fyrir mig hvernig hann tekur vítin út af því að hann hefur gert það vel. Við sáum að Timo Werner getur líka tekið víti mjög vel."

„Við erum líka með aðra leikmenn sem geta það svo ég ætla að tala við leikmennina og sjá hvað við gerum í framhaldinu. Við erum með góðar vítaskyttur hjá félaginu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner