Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 29. nóvember 2023 13:04
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Ísland beðið um að æfa ekki á keppnisvellinum
Cardiff City leikvangurinn í morgun.
Cardiff City leikvangurinn í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu Íslands í morgun.
Frá æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ástandið á grasinu á Cardiff City leikvangnum í Wales er ekkert sérstakt sem stendur og íslenska landsliðið hefur verið beðið um að æfa ekki þar á morgun.

Ísland og Wales mætast í Þjóðadeild Evrópu á föstudagskvöldið klukkan 19:15. Almennt fá landslið að æfa á keppnisvellinum degi fyrir leik en þannig verður því ekki háttað að þessu sinni.

Karlalið Cardiff City tapaði 0-1 gegn WBA í Championship deildinni á vellinum í gærkvöldi og þá mátti strax sjá að ástandið var ekkert sérstakt.

Í morgun kom svo beiðni um að færa æfingu Íslands á æfingavöll steinsnar frá leikvangnum, þeim sama og liðið æfði á í dag og í gær, og íslenska teymið samþykkti það.

Wales mun ekki spila hinn leikinn í glugganum gegn Þjóðverjum eftir helgi hér í Cardiff heldur mun sá leikur fara fram í Swansea.

Æfing Íslenska liðsins gekk annars vel þann tíma sem Fótbolti.net var þar í morgun og allir leikmenn liðsins tóku fullan þátt. Engin meiðsli hrjá neinn leikmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner