Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   fös 29. nóvember 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjammi spáir í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Hjálmar Örn Jóhannsson.
Hjálmar Örn Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Amorim í fyrsta sigurinn í deildinni?
Nær Amorim í fyrsta sigurinn í deildinni?
Mynd: Getty Images
Fyrirliðabandið á Solanke?
Fyrirliðabandið á Solanke?
Mynd: EPA
Benoný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildarinnar, var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Deildin heldur áfram að rúlla í kvöld en skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson, oft kallaður Hjammi, fékk það verkefni að spá í leikina sem eru framundan. Hjammi hefur getið af sér gott orð fyrir að vera getspakur.

Svona spáir Hjammi leikjunum:

Brighton 1 - 1 Southampton (20:00 í kvöld)
Óvænt stig hjá Dýrlingunum. Alltaf smá öðruvísi þessi Friday night leikur.

Brentford 2 - 0 Leicester (15:00 á morgun)
Ruud er klók ráðning en dugar ekki í þetta sinn.

Nottingham Forest 1 - 1 Ipswich (15:00 á morgun)
Þoka hjá Forest þessa dagana, tapað tveim í röð. Ipswich flottir á móti Tottenham og United. Verður smá vesen að gíra sig upp en ná jafntefli.

Wolves 2 - 2 Bournemouth (15:00 á morgun)
Tvö svipuð lið, alltof lík. Endar með veseni og gæti dottið rautt þarna. Ef ekki, þá jafntefli.

Crystal Palace 0 - 2 Newcastle (15:00 á morgun)
Palace er í ruglinu og tapa. Eddie verður að skila sigri annars er hann gone.

West Ham 1 - 1 Arsenal (17:30 á morgun)
Hammers á bleiku skýi eftir þægilegan sigur gegn Newcastle. Arsenal þreyttir eftir Evrópu. Jafntefli niðurstaðan.

Chelsea 2 - 1 Aston Villa (13:30 á sunnudag)
Villi vinur minn úr Steve Dagskrá fær ekki sigur í þetta sinn en Chelsea er að verða eitt hættulegasta liðið.

Man Utd 3 - 0 Everton (13:30 á sunnudag)
Þægilegt, Amirom er mættur en Sean Dyche er í bullandi veseni. Gátu ekki klárað Brentford heima einum fleiri.

Tottenham 4 - 0 Fulham (13:30 á sunnudag)
Captainið Solanke, þetta er leikur sem hentar honum.

Liverpool 2 - 2 Man City (16:00 á sunnudag)
Llyktin af jafntefli er svakaleg. Getur eiginlega ekki endað öðruvísi.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (7 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 19 11 6 2 38 17 +21 39
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 19 10 5 4 38 23 +15 35
5 Newcastle 19 9 5 5 32 21 +11 32
6 Man City 19 9 4 6 32 26 +6 31
7 Bournemouth 19 8 6 5 29 23 +6 30
8 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
9 Aston Villa 19 8 5 6 28 31 -3 29
10 Brighton 19 6 9 4 29 28 +1 27
11 Tottenham 19 7 3 9 41 28 +13 24
12 Brentford 19 7 3 9 33 35 -2 24
13 West Ham 19 6 5 8 23 35 -12 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 19 4 8 7 20 27 -7 20
16 Everton 18 3 8 7 15 24 -9 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 19 3 5 11 22 42 -20 14
20 Southampton 19 1 3 15 12 39 -27 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner