Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   fös 22. nóvember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benoný Breki spáir í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Benoný Breki Andrésson.
Benoný Breki Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska úrvalsdeildin snýr til baka um helgina eftir landsleikjahlé. Benoný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildarinnar, tók að sér það verkefni að spá í leikina sem eru framundan.

Leicester 0 - 2 Chelsea (12:30 á morgun)
Frekar þægilegur sigur fyrir Chelsea. Nicolas Jackson mun eiga stórleik og henda í tvö mörk.

Bournemouth 2 - 1 Brighton (15:00 á morgun)
Bournemouth á heimavelli eru seigir. Brighton kemst yfir en Kluivert og Semenyo klára síðan leikinn.

Arsenal 3 - 1 Nottingham Forest (15:00 á morgun)
Bæði lið með 19 stig en Arsenal hafa heimavöllinn. Martinelli, Gabriel og Havertz skora allir.

Aston Villa 2 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Palace menn verða slakir í þessum leik. Duran og Rogers skora báðir.

Everton 1 - 3 Brentford (15:00 á morgun)
Brentford pakkar lélegu Everton liði saman. Damsgaard mun eiga stórleik og setur tvö mörk. Mbeumo skorar líka.

Fulham 2 - 0 Wolves (15:00 á morgun)
Léttur sigur fyrir Fulham þar sem Wolves halda áfram að geta ekki neitt. Iwobi og Smith Rowe skora.

Man City 3 - 2 Tottenham (17:30 á morgun)
City eru búnir að tapa of mikið undanfarið en það stoppar núna. Haaland kveikir á sér og skorar þrennu.

Southampton 1 - 3 Liverpool (14:00 á sunnudag)
Southampton fer inn í hálfleikinn 1-0 yfir en síðan mætir Darwin Nunez til leiks í seinni og skorar tvö. Luis Diaz skorar líka.

Ipswich 1 - 2 Man Utd (16:30 á sunnudag)
Þetta verður 1-1 leikur fram að 90 því þá skorar Garnacho og tryggir sigurinn. Rashford klúðrar víti í þessum leik.

Newcastle 3 - 1 West Ham (20:00 á mánudag)
Það verður erfitt að fara á Newcastle völlinn fyrir West Ham. Isak skorar tvö og Joelinton skorar líka.

Fyrri spámenn:
Viktor Karl (
Júlíus Mar (7 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 30 17 10 3 55 25 +30 61
3 Nott. Forest 30 17 6 7 50 35 +15 57
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 30 12 9 9 44 40 +4 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 30 10 7 13 37 41 -4 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 30 9 7 14 33 50 -17 34
17 Wolves 30 8 5 17 41 58 -17 29
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner