Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 30. janúar 2023 15:53
Elvar Geir Magnússon
Gallagher vill ekki fara til Everton
Everton hefur verið í viðræðum við Chelsea um miðjumanninn Conor Gallagher.

Sky Sports segir að Everton sé tilbúið að borga 40 milljónir punda, auk fimm milljón pundum til viðbótar samkvæmt ákvæðum, til að kaupa hann alfarið.

Það eykur líkurnar á að Chelsea sé tilbúið að sleppa Gallagher að félagið er búið að gera nýtt risatilboð í Enzo Fernandez.

Newcastle og Crystal Palace hafa einnig áhuga á hinum 22 ára Gallagher sem spilaði fantavel með Palace þar sem hann var á láni á síðasta tímabili.

Fréttin hefur verið uppfærð: Sky Sports segir nú að Gallagher sjálfur hafi ekki áhuga á því að ganga í raðir Everton.
Enski boltinn - Óvænt skipti og slúðursögur fyrir gluggadag
Athugasemdir