De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   þri 30. maí 2023 13:46
Elvar Geir Magnússon
De Laurentiis viðurkennir að Enrique vilji frekar fara til Englands
Aurelio De Laurentiis.
Aurelio De Laurentiis.
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis forseti Napoli viðurkennir að Luis Enrique vilji frekar fara í ensku úrvalsdeildina.

Napoli er í leit að nýjum stjóra en Luciano Spalletti hættir eftir tímabilið, þrátt fyrir að hafa stýrt Napoli til síns fyrsta ítalska meistaratitils í 33 ár.

Samband Spalletti við De Laurentiis var ekki gott og það er ástæða þess að hann lætur af störfum.

Luis Enrique er efstur á óskalista Napoli en þessi fyrrum þjálfari Barcelona og spænska landsliðsins vill frekar fara til Englands en til Ítalíu.

„Hann er frábær þjálfari, hann gerði mjög vel hjá Barcelona en ég tel að hann vilji helst fara í ensku úrvalsdeildina. Það eru betri tilboð þaðan. Ég bendi honum á að hann finnur betri mat hérna," segir De Laurentiiis.

Hann segir að verið sé að leita að stjóra sem sé tilbúinn að vinna með 4-3-3 leikkerfi en það þýðir að ólíklegt sé að Antonio Conte verði ráðinn. Hann vill oftast nota þriggja manna vörn.

Spalletti mun stýra sínum síðasta leik sem stjóri Napoli á sunnudaginn, deildarleik gegn Sampdoria á Maradona leikvangnum. Eftir leikinn mun Napoli taka við ítalska meistarabikarnum.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 6 5 0 1 15 3 +12 15
2 Milan 6 5 0 1 13 8 +5 15
3 Juventus 6 4 1 1 12 6 +6 13
4 Atalanta 6 4 0 2 11 5 +6 12
5 Napoli 6 3 2 1 12 6 +6 11
6 Lecce 6 3 2 1 8 5 +3 11
7 Fiorentina 5 3 1 1 11 9 +2 10
8 Sassuolo 6 3 0 3 11 12 -1 9
9 Frosinone 5 2 2 1 8 7 +1 8
10 Torino 6 2 2 2 6 7 -1 8
11 Lazio 6 2 1 3 7 8 -1 7
12 Verona 6 2 1 3 4 6 -2 7
13 Bologna 5 1 3 1 3 4 -1 6
14 Roma 5 1 2 2 12 7 +5 5
15 Monza 5 1 2 2 4 7 -3 5
16 Genoa 5 1 1 3 4 8 -4 4
17 Salernitana 6 0 3 3 4 10 -6 3
18 Udinese 6 0 3 3 2 10 -8 3
19 Empoli 6 1 0 5 1 13 -12 3
20 Cagliari 6 0 2 4 2 9 -7 2
Athugasemdir
banner
banner
banner