Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 30. maí 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Xavi að framlengja við Barcelona
Mynd: Getty Images
Spænski þjálfarinn Xavi er að ganga frá nýjum samningi við Barcelona en þetta staðfestir hann við Sport.

Xavi, sem er einn besti leikmaður í sögu félagsins, sneri aftur heim á Nou Camp fyrir tveimur árum eftir að hafa þjálfað Al Sadd í Katar.

Hann hefur náð góðum árangri með liðið og tókst að vinna deildina á þessari leiktíð.

Spánverjinn er nú nálægt því að ganga frá nýjum samningi við félagið en hann náði samkomulagi við félagið í mars og verður skrifað undir hann á næstu vikum.

„Þetta er 90 prósent klárt. Það verða engin vandamál og get ég staðfest að við erum afar nálægt því að ganga frá þessu,“ sagði Xavi.
Athugasemdir
banner