Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   þri 30. júní 2020 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Brighton og Man Utd: Ole með sama lið og sigraði Sheffield
Manchester United heimsækir Brighton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Þetta er þriðji leikur hvors liðs í deildinni eftir Covid-hlé. Brighton hefur unnið Arsenal og gerði í síðasta leik jafntefli við Leicester.

United gerði jafntefli við Tottenham, sigraði Sheffield sannfærandi og vann svo Norwich á laugardag í enska bikarnum. Stöðuna í deildinni má sjá neðst í fréttinni.

Graham Potter, stjóri Brighton, gerir þrjár breytingar frá jafnteflinu gegn Leicester. Martin Montoya, Davy Propper og Shane Duffy koma inn í liðið fyrir þá Adam Webster, Neal Maupay og Aaron Mooy.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gerir engar breytingar frá 3-0 sigrinum gegn Sheffield þegar Anthony Martial skoraði þrennu.

Byrjunarlið Brighton: Ryan, Lamptey, Duffy, Dunk, Burn, Bissouma, Stephens, Mac Allister, Montoya, Maupay, Connolly.

(Varamenn: Button, Bernardo, Schelotto, Mooy, Gross, March, Trossard, Murray, Maupay.)
Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Maguire, Lindelöf, Shaw, Pogba, Matic, Bruno, Greenwood, Rashford, Martial

(Varamenn: Romero, Bailly, Williams, Andreas, Fred, James, Mata, McTominay, Ighalo.)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner