Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 30. júní 2020 23:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðjón Pétur í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ að láni frá Breiðabliki.

Guðjón er 32 ára og verður 33 ára í desember. Hann gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðustu leiktíð og hefur tekið þátt í öllum leikjum Breiðabliks á tímabilinu til þessa.

Hann kom til Breiðabliks frá Val eftir að hafa orðið þar bikarmeistari og tvöfaldur Íslandsmeistari.

Hann var á sínu öðru skeiði með Breiðabliki því hann lék þar einnig á árunum 2013-15 (einn leikur árið 2007). Áður hafði hann leikið með Val og Haukum í efstu deild ásamt því að leika með Stjörnunni og Álftanesi í neðri deildunum.

Alls hefur Guðjón Pétur leikið 304 keppnisleiki í meistaraflokki og skorað í þeim 61 mark. Hann lék með Stjörnunni í 1. deild sumrin 2007 og 2008.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner