Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn sá sérfræðingurinn Rafn Markús Vilbergsson um það að velja þrjá bestu miðjumenn Lengjudeildarinnar.
Fyrr í sumar voru bestu markverðir og varnarmenn deildarinnar valdir í þættinum.
„Ég var með nokkur nöfn í huga en á endanum valdi ég þessi þrjú nöfn," segir Rafn Markús.
Fyrr í sumar voru bestu markverðir og varnarmenn deildarinnar valdir í þættinum.
„Ég var með nokkur nöfn í huga en á endanum valdi ég þessi þrjú nöfn," segir Rafn Markús.
Sjá einnig:
Þrír bestu varnarmennirnir í Lengjudeildinni
Þrír bestu markverðirnir í Lengjudeildinni
3. Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
Kórdrengir hafa verið að spila frábærlega í síðustu leikjum. Saga Davíðs er skemmtileg, hann kemur frá Fylki og fer niður í 3. deildina. Núna er hann kominn í Lengjudeildina og er að spila helvíti vel. Hann er 29 ára í dag og er feikilega öflugur og mikilvægur fyrir Kórdrengina.
2. Fred (Fram)
Hann er kominn með sex mörk nú þegar, hann skoraði sex mörk allt síðasta tímabil. Þetta er leikmaður sem er feikilega góður og getur á góðum degi opnað vörnina og búið til færi fyrir sjálfan sig og aðra. Þetta er geggjaður leikmaður í þessari deild og verður gaman að sjá hann vonandi í Pepsi Max-deildinni á næsta ári.
1. Albert Hafsteinsson (Fram)
Hann kom frá Skagamönnum og er að mínu viti einn albesti leikmaður deildarinnar. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir Fram. Hann hefur skorað úr vítum og úr opnum leik og lagt upp. Hann er alhliða sterkur leikmaður; góður með boltann, tæknilega góður og útjsónarsamur. Hann er ekki bara sterkur fram á við heldur líka góður varnarlega. Hann er með alla þætti sem góður miðjumaður þarf að hafa.
Athugasemdir