lau 29. maí 2021 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír bestu markverðir Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Ólafur Íshólm, markvörður Fram.
Ólafur Íshólm, markvörður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur Gunnarsson, markvarðarþjálfari Leiknis í Breiðholti, fékk heimaverkefni í útvarpsþættinum Fótbolta.net að velja þrjá bestu markverði Lengjudeildarinnar.

„Ég hafði gaman að þessu. Ég er ekki búinn að sjá alla markverðina, eins og til dæmis Danann hjá Kórdrengjum. Ég er bara búinn að sjá hann á einhverjum æfingum. Hann á víst að vera rosalega góður en ég get ekki dæmt það núna," sagði Valur.

„Heilt yfir hafa markverðirnir farið erfiðlega af stað. Mér finnst Daði (Freyr Arnarsson) hefur ekki farið vel af stað með Þór, Stebbi hjá Selfoss og Konráð hjá Ólsurum og svo fram vegis."

Þrír bestu markverðirnir að mati Vals eru:

3. Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
Hann er búinn að standa sig mjög vel í upphafi móts. Við spiluðum við þá í vetur þar sem hann var frábær. Mér finnst þakið svo hátt hjá honum og ég er mjög spenntur að sjá hvað gerist með hann.

2. Hákon Rafn Valdimarsson (Grótta)
Heilt yfir er hann besti markvörður í deildinni. Ég henti honum númer tvö. Hann er ekki búinn að spila alla leikina en það er allt annar andi í Gróttuliðinu þegar hann er að spila, það er miklu meiri ró yfir öllu, hann er frábær í fótunum og bara hörkumarkvörður sem er á leið í atvinnumennsku.

1. Ólafur Íshólm (Fram)
Maður hélt að ferill hans væri að fjara út. Hann var kominn á bekkinn hjá Breiðablik og er uppalinn í Fylki en tókst ekki að komast að þar. Svo var hann lánaður í Fram, stendur sig frábærlega og Breiðablik kallar hann til baka. Það var illa farið með góðan dreng. Hann var geggjaður í fyrra og byrjar rosalega vel núna.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Íslenski boltinn - Rok í Lengjudeildinni og þeir bestu aftast
Athugasemdir
banner
banner