Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 30. maí 2021 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír bestu varnarmennirnir í Lengjudeildinni
Lengjudeildin
Kyle McLagan.
Kyle McLagan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum í gær voru þrír bestu markverðir Lengjudeildarinnar valdir. Það var ekki bara það því þrír bestu varnarmenn deildarinnar voru einnig útnefndir.

Rafn Markús Vilbergsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur, tók það að sér að velja þrjá bestu varnarmennina.

3. Sigurjón Rúnarsson (Grindavík)
Fyrirliði Grindavíkur. Mér finnst hann öflugur og skemmtilegur varnarmaður. Þetta er strákur sem hefur bætt sig mikið síðustu ár. Hann er kominn með tæplega 30 leiki í efstu deild og 18 leiki í fyrra í B-deild. Stór og stæðilegur hafsent, feikilega vinnusamur og hjartað í Grindavík í dag. Hann mun ná langt og næsti Grindvíkingur sem mun skara fram úr.

2. Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Við ræddum mikið um Eið Aron í vor. Hann er búinn að margsanna sig í efstu deild og er feikilega öflugur hafsent. Hann er með mikla reynslu og er 'auto' á þessum lista.

1. Kyle McLagan (Fram)
Hann kom til liðsins í lok ágúst í fyrra og hefur verið mjög sterkur síðan hann kom inn. Ég held að hann sé búinn að tapa einum leik frá því hann kom. Frábær leikmaður; hann er ekta varnarmaður, líkamlega sterkur, mikill leiðtogi og góður á boltann. Eins og staðan er í dag, þá er hann besti varnarmaður deildarinnar. Þetta er leikmaður sem skipti Framara miklu máli.
Íslenski boltinn - Rok í Lengjudeildinni og þeir bestu aftast
Athugasemdir
banner
banner
banner