Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   fim 30. júní 2022 20:47
Ívan Guðjón Baldursson
Fiorentina að ganga frá Jovic og Praet
Luka Jovic hefur skorað 3 mörk í 51 leik með Real Madrid.
Luka Jovic hefur skorað 3 mörk í 51 leik með Real Madrid.
Mynd: Getty Images

Fiorentina er að ganga frá fyrstu tveimur félagaskiptum sumarsins þar sem Luka Jovic er á leið til félagsins að láni frá Real Madrid. Serbneski sóknarmaðurinn er fenginn til að veita Arthur Cabral samkeppni um byrjunarliðssæti.


Jovic var algjör lykilmaður hjá Eintracht Frankfurt en fann aldrei taktinn hjá Real Madrid og hefur aðeins spilað 51 leik fyrir félagið frá komu sinni sumarið 2019.

Jovic er aðeins 24 ára gamall og með þrjú ár eftir af samningnum við Real. Jovic er talinn gera eins árs lánssamning við Fiorentina sem þarf aðeins að greiða helming launa hans.

Belgíski miðjumaðurinn Dennis Praet er einnig á leið til Flórens þar sem hann hefur ekki fundið taktinn í enska boltanum. Praet þekkir vel til á Ítalíu eftir þrjú ár hjá Sampdoria og lánstímabil hjá Torino á síðustu leiktíð. Praet kom við sögu í 60 leikjum á tveimur árum hjá Leicester.

Fiorentina vill festa kaup á Praet og mun hann líklega koma til félagsins á lánssamningi með kaupskyldu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner