Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 30. júlí 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 13. sæti - „Keppni á milli Salah, Haaland og Zaha"
Crystal Palace
Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace.
Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha er frábær leikmaður.
Wilfried Zaha er frábær leikmaður.
Mynd: EPA
Miðvörðurinn sterki, Marc Guehi.
Miðvörðurinn sterki, Marc Guehi.
Mynd: Heimasíða Crystal Palace
Siffi G heldur með Crystal Palace.
Siffi G heldur með Crystal Palace.
Mynd: Úr einkasafni
Siffi heldur mikið upp á markvörðinn Steve Mandanda sem lék með Palace 2016-17.
Siffi heldur mikið upp á markvörðinn Steve Mandanda sem lék með Palace 2016-17.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Michael Olise, jagúarinn.
Michael Olise, jagúarinn.
Mynd: Getty Images
Hvar endar Palace á komandi keppnistímabili?
Hvar endar Palace á komandi keppnistímabili?
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestum fótboltaunnendum á Íslandi, hefst um næstu helgi. Það er tæp vika í fyrsta leik.

Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst í röðinni er það Crystal Palace sem er spáð 13. sæti deildarinnar af okkar fréttafólki.

Um Crystal Palace: Félagið réðst í breytingar fyrir síðasta tímabil. Út fór gamla brýniði Roy Hodgson sem hafði komið inn með mikinn stöðugleika. Inn kom eitthvað nýtt, eitthvað ferskt. Patrick Vieira, fyrrum fyrirliði Arsenal, var ráðinn til starfa og tók hann við stjórn skútunnar. Undir hans stjórn fór liðið að spila skemmtilegri fótbolta að mörgu leyti og árangurinn var heilt yfir flottur, en liðið endaði að lokum í tólfta sæti. Það var aldrei nein spurning um að Palace væri að fara að falla, það kom aldrei til greina.

Það verður áhugavert að sjá hvernig skref liðið mun taka á komandi keppnistímabili, öðru tímabilinu undir stjórn Vieira. Hann hlýtur allavega að vera að horfa upp á við.

Komnir:
Cheick Doucouré frá Lens - 18 milljónir punda
Chris Richards frá Bayern München - 8,5 milljónir punda
Sam Johnstone frá West Brom - frítt
Malcolm Ebiowei frá Derby - óuppgefið kaupverð

Farnir:
Conor Gallagher til Chelsea - var á láni
Tayo Adaramola til Coventry - á láni
Remi Matthews til St. Johnstone - á láni
Jaroslaw Jach fékk ekki nýjan samning
Martin Kelly fékk ekki nýjan samning

Lykilmenn: Marc Guéhi, Michael Olise og Wilfried Zaha
Þrír virkilega öflugir leikmenn sem geta hjálpað Palace að lyfta sér hærra en á síðustu leiktíð. Chelsea sér eflaust eftir því að hafa leyft miðverðinum Guéhi að fara síðasta sumar, Olise er gríðarlega spennandi miðjumaður sem getur náð langt og Zaha er áfram stjarnan í liðinu.



Ekkert verið eins eftir að hann fór
Sigurjón Guðjónsson, betur þekktur sem Siffi G, er stuðningmaður Crystal Palace. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um sitt heittelskaða lið.

Ég byrjaði að halda með Crystal Palace af því að… Einu sinni, þegar ég var ungur og vitlaus, var ég lítið að fylgjast með boltanum. Ég hitti Breta sem kallast John, sem elskaði Crystal Palace. Fordómafullt fólk myndi eflaust jaðarsetja hann með því að kalla hann 'full kit wanker'. Hann hljómaði eins og maður sem veit hvað hann syngur svo ég ákvað að fylgjast með Palace. Síðan þá hef ég orðið harðasti Crystal Palace maður í Norður Evrópu.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Það er óþarfi að kafa í sögubækurnar. Ef við vinnum leik, þá er það engin haka í gólf. Ef við töpum leik, þá skiptir það engu þar sem við erum bestir í brekku. Annars er ég bjartsýnn á næsta tímabil. Vatn er blautt og Crystal Palace vinnur 10-0.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila? Ef svo er, hvernig er að fara á Selhurst Park? Að sjálfsögðu. Selhurst Park er mín Mekka, mín Jerúsalem. Þegar ég mæti er yfirleitt rauður dregill, lófaklapp og ég er tolleraður. Þá panta ég yfirleitt 'the usual' sem eru tíu pintur af Carling og 10-0 fyrir Crystal Palace.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? Zaha. Gullskórinn verður keppni á milli Salah, Haaland og Zaha. Ég er búinn að kenna syni mínum að 'Zaha' þýðir 'Pabbi'.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Væri til í að losna við Vicente Guaita, til þess að búa til pláss fyrir Mandanda.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Fylgjast með Olise, hann er eins og ungur Mahrez á vellinum. Ég kalla hann Jagúarinn.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Steve Mandanda, að sjálfsögðu. Það hefur ekkert verið eins eftir að hann fór. Afsakaðu tárin. Það er erfitt að halda inni í sér grátinum þegar maður hugsar um brottför Mandanda. Sumir segja að Mandanda sé ekki í öðru liði í enska. Ég segi að það er bara til ein deild: sú enska.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Ég er mjög ánægður með stjórann, við Palace menn erum 'loyal' og berum virðingu fyrir foringjanum.

Hvernig líst þér á Cheick Doucoure? Líst mjög vel á hann, hef alltaf sagt að hann sé betri útgáfan af Fred.

Í hvaða sæti mun Palace enda á tímabilinu? Fyrsta sæti. Síðan verða þeir heimsmeistarar í öllum deildum, í öllum íþróttum. Liðið er til dæmis mjög gott í skvass, skotfimi, tennis og gönguskíðum.




Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út. Á morgun, sunnudag, verða liðin í tólfta sæti og því ellefta kynnt til sögunnar.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13. Crystal Palace, 90 stig
14. Everton, 61 stig
15. Southampton, 55 stig
16. Leeds, 53 stig
17. Fulham, 43 stig
18. Brentford, 42 stig
19. Nottingham Forest, 35 stig
20. Bournemouth, 11 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner