Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 30. september 2020 17:56
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: Selfoss sneri stöðunni við
Tiffany skoraði og lagði upp í endurkomu Selfyssinga.
Tiffany skoraði og lagði upp í endurkomu Selfyssinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 2 - 1 KR
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('45)
1-1 Tiffany Janea MC Carty ('60)
2-1 Dagný Brynjarsdóttir ('85)

Selfoss tók á móti botnliði KR í eina leik dagsins í Pepsi Max-deild kvenna. Selfyssingar hafa mátt þola mikla blóðtöku undanfarnar vikur þar sem Hólmfríður Magnúsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir eru byrjaðar að spila í efstu deild í Svíþjóð og Frakklandi.

Bæði lið fengu góð færi snemma leiks en með tímanum tóku heimastúlkur stjórn á leiknum og óheppnar að skora ekki fyrir leikhlé.

Það var Guðmunda Brynja Óladóttir, sem er uppalin á Selfossi, sem skoraði fyrsta mark leiksins gegn gangi mála. Gumma skoraði með skalla eftir hornspyrnu rétt fyrir leikhlé.

Selfoss hélt áfram að vera betra liðið á vellinum og verðskuldaði Tiffany Janea McCarty jöfnunarmarkið sem hún skoraði eftir vandræðagang í varnarleik KR.

Selfoss var með völdin á vellinum og náði landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir að jafna undir lokin eftir laglega sendingu frá Tiffany.

KR fann engin svör og niðurstaðan 2-1 sigur Selfoss, sem er í þriðja sæti með 22 stig eftir 15 umferðir. KR er aðeins með 10 stig á botninum, fimm stigum frá öruggu sæti en með tvo leiki til góða.

Sjá textalýsingu

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner