Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað á morgun og Fulham mætir Newcastle á morgun. Eddie Howe, stjóri Newcastle, mætti á fréttamannafund í morgun í aðdraganda leiksins.
Hann fór yfir meiðslastöðuna og sagði frá því að miðjumaðurinn Bruno Guimaraes væri leikfær en hann hefur verið að glíma við meiðsli í læri.
Þá væri Callum Wilson einnig leikfær og stutt er í að Allan Saint-Maximin snýr aftur af meiðslalistanum. Alexander Isak meiddist í landsliðsverkefni með Svíþjóð en ekki er útlit fyrir að hans meiðsli séu alvarleg.
„Bruno hefur æft með okkur og verður í hópnum á morgun. Alexander Isak meiddist á æfingu og fór í myndatöku en það leit ekkert svo illa út svo við höfum ekki miklar áhyggjur af því að hann verði lengi frá. Hann er að hlaupa úti á grasi og það er jákvætt," segir Howe.
„Saint-Maximin hefur verið frá í smá tíma en er mættur aftur og er mjög nálægt endurkomu. Chris Wood er tæpur, það verður tekin ákvörðun um hann rétt fyrir leik."
„Callum hefur æft í um tíu daga núna. Hann er á góðum stað. Það er mikil upplyfting fyrir leikmannahópinn að fá Callum aftur og hans alla orku. Hann er okkur mikilvægur leikmaður, það er enginn vafi."
Kuol fer á lán
Newcastle hefur tryggt sér einn efnilegasta leikmann Ástralíu, hinn 18 ára gamla Garang Kuol sem kemur frá Central Coast Mariners. Þetta var staðfest í morgun.
„Ég er mjög spenntur. Hann er ungur leikmaður með mikla hæfileika. Við viljum fá inn unga leikmenn og þróa þá út í að verða úrvalsdeildarleikmenn. Hann hefur tekið miklum framförum," segir Howe.
„Það þarf að sýna þolinmæði. Við munum hugsa vel um hann og hann mun fara burt á láni. Vonandi getur hann komið til baka og spilað framtíðarhlutverk. Hann er virkilega beittur framherju, góður að klára færin. Ég hitti hann í fyrsta sinn í gær, hann er flottur strákur sem er með sjálfstraust."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 9 | 7 | 1 | 1 | 16 | 3 | +13 | 22 |
| 2 | Bournemouth | 9 | 5 | 3 | 1 | 16 | 11 | +5 | 18 |
| 3 | Tottenham | 9 | 5 | 2 | 2 | 17 | 7 | +10 | 17 |
| 4 | Sunderland | 9 | 5 | 2 | 2 | 11 | 7 | +4 | 17 |
| 5 | Man City | 9 | 5 | 1 | 3 | 17 | 7 | +10 | 16 |
| 6 | Man Utd | 9 | 5 | 1 | 3 | 15 | 14 | +1 | 16 |
| 7 | Liverpool | 9 | 5 | 0 | 4 | 16 | 14 | +2 | 15 |
| 8 | Aston Villa | 9 | 4 | 3 | 2 | 9 | 8 | +1 | 15 |
| 9 | Chelsea | 9 | 4 | 2 | 3 | 17 | 11 | +6 | 14 |
| 10 | Crystal Palace | 9 | 3 | 4 | 2 | 12 | 9 | +3 | 13 |
| 11 | Brentford | 9 | 4 | 1 | 4 | 14 | 14 | 0 | 13 |
| 12 | Newcastle | 9 | 3 | 3 | 3 | 9 | 8 | +1 | 12 |
| 13 | Brighton | 9 | 3 | 3 | 3 | 14 | 15 | -1 | 12 |
| 14 | Everton | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 12 | -3 | 11 |
| 15 | Leeds | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 14 | -5 | 11 |
| 16 | Burnley | 9 | 3 | 1 | 5 | 12 | 17 | -5 | 10 |
| 17 | Fulham | 9 | 2 | 2 | 5 | 9 | 14 | -5 | 8 |
| 18 | Nott. Forest | 9 | 1 | 2 | 6 | 5 | 17 | -12 | 5 |
| 19 | West Ham | 9 | 1 | 1 | 7 | 7 | 20 | -13 | 4 |
| 20 | Wolves | 9 | 0 | 2 | 7 | 7 | 19 | -12 | 2 |
Athugasemdir

