fös 31. janúar 2020 20:14
Ívan Guðjón Baldursson
Sampdoria fær Yoshida frá Southampton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalska fallbaráttuliðið Sampdoria er búið að tryggja sér japanska varnarmanninn Maya Yoshida á lánssamningi út tímabilið.

Yoshida er 31 árs gamall og hefur spilað yfir 150 úrvalsdeildarleiki fyrir Southampton auk þess að vera lykilmaður í japanska landsliðinu, með 100 keppnisleiki að baki.

Samningur Yoshida við Southampton rennur út næsta sumar.

Hann á að hjálpa Samp, sem er í fallbaráttu með 20 stig eftir 21 umferð. Félagið lánaði miðvörðinn Jeison Murillo til Celta Vigo fyrr í janúar og fékk Lorenzo Tonelli að láni frá Napoli.

Claudio Ranieri er við stjórnvölinn hjá Samp og leggur mikla áherslu á öflugan varnarleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner