Tel vill helst fara til Man Utd - Annað tilboð í Mitoma - Watkins opinn fyrir Arsenal
   fös 31. janúar 2025 16:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neymar mættur heim í Santos (Staðfest) - Prinsinn snýr aftur
Í leik með Santos gegn Barcelona á sínum tíma.
Í leik með Santos gegn Barcelona á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Spilaði alls sjö leiki og skoraði eitt mark fyrir Al-Hilal.
Spilaði alls sjö leiki og skoraði eitt mark fyrir Al-Hilal.
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar er mættur aftur til Santos í Brasilíu eftir tólf ár í burtu frá félaginu. Neymar kemur frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Þegar Neymar var síðast hjá Santos vissi allur heimurinn að þarna væri stjarna á ferðinni og hann átti eftir að eiga farsælan feril.

Hann hefur glímt við meiðsli síðustu ár og náði ekki að spila mikið með Al-Hilal. Þar á undan var hann hjá PSG og Barcelona.

Neymar er 32 ára og á að baki 128 landsleiki fyrir Brasilíu og í þeim hefur hann skorað 79 mörk. Hann vann Ólympíuleikana með landsliðinu árið 2016.

Hann vann spænsku deildina tvisvar með Barcelona, Meistaradeildina einu sinni, bikarinn þrisvar og HM félagsliða einu sinni. Hjá PSG vann hann frönsku deildina fimm sinnum og bikarinn þrisvar. Al-Hilal varð svo meistari á síðasta tímabili en eins og fyrr segir átti Neymr ekki stóran þátt í því.

Í myndbandi Santos á samfélagsmiðlum er yfirskriftin sú að prinsinn sé mættur aftur. Hann rifti samningi sínum við Al-Hilal og kemur á frjálsri sölu til Santos.


Athugasemdir
banner
banner
banner