Guðmundur Magnússon (Fram)
„Hann er kominn með sex mörk eftir átta leiki en var með átta mörk í 76 leikjum fyrir það," segir Baldvin Már Borgarsson um Guðmund Magnússon, sóknarleikmann Fram, í Innkastinu.
Gummi Magg er sterkasti leikmaður 8. umferðar Bestu deildar karla eftir magnaða framgöngu í 3-2 sigri gegn Val þar sem hann skoraði tvívegis.
„Vel verðskuldað val. Fyrir utan að skora þessi tvö mörk og sækja vítið sjálfur þá var hann hlaupandi allan tímann og að láta ógeðslega mikið til sín taka. Skallamarkið sem hann skoraði var geggjað. Kemur á 120 kílómetra hraða og stangaði hann inn," segir Baldvin.
„Hann er með hungur og er út um allan völl, hann fer í öll návígi og er að öskra á gaurana. Hann er að taka hlaup sem ég hef ekki séð frá honum áður. Hann drífur þetta lið áfram," segir Aron Elí Sævarsson í þættinum.
Gummi Magg er sterkasti leikmaður 8. umferðar Bestu deildar karla eftir magnaða framgöngu í 3-2 sigri gegn Val þar sem hann skoraði tvívegis.
„Vel verðskuldað val. Fyrir utan að skora þessi tvö mörk og sækja vítið sjálfur þá var hann hlaupandi allan tímann og að láta ógeðslega mikið til sín taka. Skallamarkið sem hann skoraði var geggjað. Kemur á 120 kílómetra hraða og stangaði hann inn," segir Baldvin.
„Hann er með hungur og er út um allan völl, hann fer í öll návígi og er að öskra á gaurana. Hann er að taka hlaup sem ég hef ekki séð frá honum áður. Hann drífur þetta lið áfram," segir Aron Elí Sævarsson í þættinum.
Guðmundur Magnússon fór í viðtal eftir leikinn en það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
„Ég skal viðurkenna það að mér finnst ég vera búinn að vinna fyrir þessu, ég er búinn að fá sénsinn tvisvar, þrisvar í efstu deild en í þannig liðum að það er varnarsinnað. Núna er ég í sóknarsinnuðu liði, þannig nýtast mínir hæfileikar best," sagði Guðmundur meðal annars í viðtalinu.
„Ég byrjaði strax í október að vera hérna inn í sal fjórum sinnum í viku plús fótboltinn, skóf af mér tíu kíló. Ég hef ekkert verið að blammera því fram eins og sumir, en mér líður mjög vel og finnst ég vera að byggjast hægt og rólega inn í þetta.''
Sjá einnig:
Sterkasta lið 8. umferðar
Leikmenn umferðarinnar:
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Athugasemdir