Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 31. júlí 2020 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Sveinn Aron lagði upp sigurmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Salernitana 1 - 2 Spezia
1-0 Cedric Gondo ('30)
1-1 Luca Mora ('45)
1-2 M'Bala Nzola ('90)
Rautt spjald: Fabio Maistro, Salernitana ('62)

Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði allan leikinn og lagði upp sigurmarkið er Spezia lagði Salernitana að velli í síðustu umferð deildartímabilsins í Serie B.

Spezia var búið að tryggja sér sæti í umspilinu um sæti í Serie A fyrir leikinn á meðan Salernitana þurfti sigur til að komast í umspilið. Það var því mikið undir hjá heimamönnum.

Fyrri hálfleikur var hin mesta skemmtun og voru bæði lið vaðandi í færum. Cedric Gondo kom Salernitana yfir en Luca Mora náði að jafna og staðan 1-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik tók Spezia stjórn á leiknum og var Fabio Maistro rekinn af velli í liði heimamanna á 62. mínútu.

M'Bala Nzola gerði sigurmarkið á lokamínútunum eftir sendingu frá Sveini Aroni, sem hefur komið við sögu í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu.

Benevento vann B-deildina í ár með miklum yfirburðum undir stjórn Filippo Inzaghi. Crotone endaði í öðru sæti og er Spezia í þriðja.

Pescara og Perugia mætast í umspilinu á hinum enda töflunnar. Annað hvort liðið fellur niður í C-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner