Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. júlí 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 20. sæti
Watford
Watford er spáð neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Watford er spáð neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Xisco, stjóri Watford.
Xisco, stjóri Watford.
Mynd: Getty Images
Ismaila Sarr er frábær leikmaður.
Ismaila Sarr er frábær leikmaður.
Mynd: Getty Images
Ben Foster, mjög skemmtilegur karakter.
Ben Foster, mjög skemmtilegur karakter.
Mynd: Getty Images
Troy Deeney er enn í herbúðum Watford.
Troy Deeney er enn í herbúðum Watford.
Mynd: Getty Images
Hvar endar Watford á þessu tímabili?
Hvar endar Watford á þessu tímabili?
Mynd: Getty Images
Frá Vicarage Road, heimavelli Watford.
Frá Vicarage Road, heimavelli Watford.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin, uppáhalds deild margra Íslendinga, hefst á nýjan leik 13. ágúst. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 20. sæti eru nýliðar Watford.

Um liðið: Watford er mætt aftur upp í deild þeirra bestu eftir eitt tímabil í næst efstu deild. Félagið skipti um þjálfara á miðju tímabili og náði að enda í öðru sæti. Síðast þegar liðið komst upp, þá náði það að halda sér uppi í fimm ár. Það hlýtur að vera markmiðið að gera betur en það núna, þó fréttamenn Fótbolta.net hafi ekki trú á þeim.

Stjórinn: Fertugur Spánverji að nafni Xisco var ráðinn til Watford í desember á síðasta ári. Hann var fljótur að ná til liðsins og stýrði því beinustu leið upp. Leikmannaferill hans kláraðist fyrir fimm árum og hefur hann ekki mjög mikla reynslu í þjálfun. Hann stýrði Dinamo Tbilisi í Georgíu áður en hann tók við Watford. Eigendur Watford eru þekktir fyrir litla þolinmæði og ef Xisco byrjar tímabilið illa, þá verður fljótt að hitna undir honum.

Staða á síðasta tímabili: 2. sæti í Championship

Styrkleikar: Það er ágætis reynsla í þessu liði. Leikmenn eins og Ben Foster, Troy Deeney og Ismaila Sarr þekkja ensku úrvalsdeildina vel. Varnarleikur liðsins var mjög góður á síðustu leiktíð, en hvernig ná menn að aðlagast betri deild þar sem þeir þurfa að verjast meira? Það verður að koma í ljós. Heimavöllurinn vaar sterkur á síðasta leiktíð og þar þarf Watford að búa til gryfju.

Veikleikar: Er leikmannahópurinn nægilega góður til að halda sér uppi? Það er erfitt að sjá það. Liðið hefur ekki gert mörg spennandi leikmannakaup. Ismaila Sarr tók skref fram á við í Championship í fyrra en það gæti of mikil ábyrgð lent á herðum hans. Þetta minnir svolítið á stöðu Wilfried Zaha í Crystal Palace undanfarin ár. Það er ekki mikill stöðugleiki í félaginu, þetta er svona eins og B-útgáfan af Chelsea. Ef Xisco verður rekinn snemma tímabils, þá gæti þetta endað í einhverju rugli.

Talan: 30
Mörkin sem liðið fékk á sig í Championship. Ansi vel af sér vikið í ljósi þess að það eru 46 leikir spilaðir í deildinni. Ekkert lið fékk á sig færri mörk í Championship í fyrra.

Lykilmaður: Ismaila Sarr
Algjörlega frábær í Championship í fyrra og var einn besti leikmaður deildarinnar. Skoraði 13 mörk og liðið þarf á einhverju svipuðu að halda frá honum á þessari leiktíð. Hann hefur verið orðaður við stærri félög en haldið tryggð við Watford til þessa. Ef hann á mjög gott tímabil, þá gæti Watford fengið stóra upphæð fyrir þennan öfluga kantmann næsta sumar.

Fylgist með: Ben Foster
Það gæti farið svo að Foster verði varamarkvörður Watford á þessari leiktíð, en hann er settur í þennan flokk þar sem hann er með mjög áhugaverða Youtube-rás þar sem hægt er að skyggnast á bak við tjöldin hjá félaginu. Foster er líklega skemmtilegasti karakter deildarinnar; mjög hress náungi.

Hægt er að fara á Youtube rás Foster með því að smella hérna. Alveg hægt að mæla með því.

Komnir:
Imrân Louza frá Nantes - 8,6 milljónir punda
Kwadwo Baah frá Rochdale - Óuppgefið
Mattie Pollock frá Grimsby - 250 þúsund pund
Ashley Fletcher frá Middlesbrough - Frítt
Danny Rose frá Tottenham - Frítt
Emmanuel Dennis frá Club Brugge - 3,5 milljónir punda
Joshua King frá Everton - Frítt
Peter Etebo frá Stoke - Á láni
Dapo Mebude frá Rangers - Frítt

Farnir:
Craig Dawson til West Ham - 2 milljónir punda
Jerome Sinclair - Án félags
Achraf Lazaar - Án félags
Carlos Sánchez - Án félags
Jorge Segura til América de Cali - Á láni
Ben Wilmot til Stoke - 1,5 milljónir punda
Ignacio Pussetto til Udinese - Á láni
Adalberto Peñaranda til Las Palmas - Á láni

Fyrstu leikir:
14. ágúst, Watford - Aston Villa
21. ágúst, Brighton - Watford
29. ágúst, Tottenham - Watford

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Victor Pálsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20. Watford, 21 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner