mið 31. ágúst 2022 08:05
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo ánægður með kaupin - Gakpo í enska boltann?
Powerade
Tekur Sean Dyche við Bournemouth?
Tekur Sean Dyche við Bournemouth?
Mynd: EPA
Ensk félög hafa áhuga á Cody Gakpo (til hægri) hjá PSV Eindhoven.
Ensk félög hafa áhuga á Cody Gakpo (til hægri) hjá PSV Eindhoven.
Mynd: EPA
Sergino Dest til Man Utd?
Sergino Dest til Man Utd?
Mynd: EPA
Willy Boly er að fara til Forest.
Willy Boly er að fara til Forest.
Mynd: Getty Images
Gluggadagurinn er á morgun, fimmtudag. Glugganum verður lokað klukkan 22 annað kvöld. Ronaldo, Dyche, Gakpo, Willian, Caicedo, Gvardiol, Wan-Bissaka, Dest og fleiri í slúðurpakka dagsins.

Cristiano Ronaldo (37) er sagður ánægður með þau leikmannakaup sem Manchester United hefur gert að undanförnu og sé nú tilbúinn að vera áfram hjá félaginu. (Sun)

Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley, er líklegastur samkvæmt veðbönkum til að verða næsti stjóri Bournemouth. Kjetil Knutsen, stjóri Bodö/Glimt í Noregi, er einnig talinn líklegur. (Sky Sports)

Leicester City er í viðræðum um kaup á belgíska varnarmanninum Wout Faes (24) sem ætlað er að fylla skarð Wesley Fofana (21) sem er á leið til Chelsea. Faes er hjá Reims í Frakklandi og er metinn á um 15 milljónir punda. (BBC)

Everton og Leeds vilja eins og Southampton fá hollenska sóknarleikmanninn Cody Gakpo (23) frá PSV Eindhoven. PSV hafnaði 21 milljón punda tilboði frá Dýrlingunum fyrr í þessari viku. (Telegraph)

Enski vængmaðurinn Bukayo Saka (20) reiknar með að gera nýjan samning við Arsenal. Viðræður eru í gangi. (Mail)

Brighton segir að félaginu verði ekki þrýst í að selja ekvadorska miðjumanninn Moises Caicedo (20) sem hefur verið orðaður við 42 milljóna punda sölu til Liverpool. (TalkSport)

Chelsea er í viðræðum um kaup á króatíska varnarmanninum Josko Gvardiol (20) frá RB Leipzig. Enska félagið hyggst lána hann aftur til Leipzig. (Mail)

Manchester United mun hleypa hægri bakverðinum Aaron Wan-Bissaka (24) í burtu ef félagið nær samkomulagi við Barcelona um að fá bandaríska landsliðsmanninn Sergino Dest (21) lánaðan. (90min)

Dest er opinn fyrir því að fara til Manchster United en Barcelona vill fá um 20 milljónir evra fyrir varnarmanninn. (ESPN)

Manchester United hefur játað sig sigrað í tilraunum til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) frá Barcelona en er tilbúið að reyna aftur í félagaskiptagluggum í framtíðinni. (Goal)

Fulham vonast til að fá brasilíska vængmanninn Willian (34), franska varnarmanninn Layvin Kurzaqa (29) frá PSG, hollenska sóknarleikmanninn Justin Kluivert (23) frá Roma og senegalska framherjann Bamba Dieng (22) frá Marseille fyrir gluggalok. (Telegraph)

Arsenal og Everton eru meðal félaga sem hafa áhuga á úkraínska vængmanninum Mykhaylo Mudryk (21) hjá Shaktar Donetsk. (Metro)

Juventus er nálægt því að ganga frá samkomulagi við PSG um að fá argentínska miðjumanninn Leandro Paredes (28) á lánssamningi en með möguleika á kaupum. (La Gazzetta dello Sport)

Fílabeinsstreindingurinn Willy Boly (31) er á leið í læknisskoðun hjá Nottingham Forest en félagið er að kaupa hann á 2,25 milljónir punda frá Wolverhampton Wanderers. (Athletic)

Barcelona gæti reynt að fá spænska hægri bakvörðinn Hector Bellerín (27) frá Arsenal ef félaginu mistekst að landa argentínska varnarmanninum Juan Foyth (24) frá Villarreal. (90min)

Barcelona gengur erfiðlega að losa suma af þeim leikmönnum sem félagið vill selja. Viðræður eru í gangi við Chelsea um gabonska sóknarmanninn Pierre-Emerick Aubameyang (33) en ekkert tilboð hefur borist í Memphis Depay (28) sem Juventus hafði sýnt áhuga. (Marca)

Atletico Madrid er tilbúið að gera 20 milljóna punda tilboð í brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (24) hjá Aston Villa en hann er á lokaári samnings síns við enska félagið. (Telegraph)

Brighton ætlar mögulega að gera gluggadagstilboð í skoska miðjumanninn Billy Gilmour (21) sem er ekki í myndinni hjá Chelsea. Hann átti misheppnaða lánsdvöl hjá Norwich á síðasta tímabili. (Mail)

Arsenal er tilbúið að hleypa miðjumanninum Ainsley Maitland-Niles (25) í burtu en gæti þurft að lána hann frekar en að selja þar sem stutt er í gluggalok. Southampton, Bournemouth, Newcastle United og Nottingham Forest hafa verið orðuð við Englendinginn.(Mirror)

Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, segir að Wilfried Zaha (29) sé ekki á förum. Fílabeinsstrendingurinn hefur verið orðaður við Arsenal og Chelsea. (Metro)

Spænski miðjumaðurinn Carlos Soler (25) er á leið til PSG frá Valencia fyrir 18 milljónir evra. (Marca)

Senegalski miðjumaðurinn Idrissa Gueye (32) er tilbúinn að fljúga til Englands og ganga í raðir Everton frá PSG. (Athletic)

Sunderland í Championship-deildinni vonast til að ganga frá lánssamningi fyrir franska miðjumanninn Edouard Michut (19) hjá PSG. (Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner