Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 31. ágúst 2022 16:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah vakti reiði hjá mörgum - „Þetta er óvanalegt"
Salah gaf ekki mörg stig í Fantasy um síðustu helgi.
Salah gaf ekki mörg stig í Fantasy um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mohamed Salah, helsta stjarna Liverpool, vakti reiði margra er honum tókst ekki að skora né leggja upp í 9-0 sigrinum gegn Bournemouth um síðustu helgi.

Salah fékk svo sannarlega tækifæri til þess að koma boltanum í netið, en þetta var ekki alveg hans dagur.

Það voru margir með hann í Fantasy leiknum vinsæla fyrir síðustu umferð og mjög margir sem skelltu fyrirliðabandinu á hann. Það voru því margir svekktir með hans leik síðasta laugardag, sérstaklega í ljósi þess að leikurinn endaði 9-0.

„Það voru margir með Salah sem fyrirliða. Hann var með fínt xG í þessum leik," sagði Sæbjörn Þór Steinke í hlaðvarpinu Enski boltinn.

„Hann fékk eitt algjört dauðafæri í fyrri hálfleiknum," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson.

„Liverpool skoraði níu en hann skoraði hvorki né lagði upp. Það er ótrúlegt," sagði Sæbjörn. „Hann er kominn með tvö mörk, en þetta er óvanalegt."

„Það voru margir sem settu líka 'triple captain' á hann... það er rosalega auðvelt að gera það fyrir heimaleik gegn Bournemouth. Ég finn til með ykkur," sagði Guðmundur en hægt er að hlusta á umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.

Salah og félagar í Liverpool eru aftur í eldlínunni í kvöld er þeir mæta Newcastle.
Enski boltinn - Salah pirrar marga, Nallarar missa sig og óvænt verkefni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner