PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   lau 31. október 2020 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Þriðja tap Sevilla í röð - Felix með tvennu
Youssef En-Nesiry kom Sevilla yfir snemma leiks er liðið heimsótti Athletic Bilbao til Baskalands á Spáni í dag.

Sevilla fór í vörn og ríghélt í forystuna en hún dugði ekki til leiksloka því Iker Muniain náði að jafna eftir hornspyrnu á 76. mínútu.

Tíu mínútum síðar gerði varamaðurinn tvítugi Oihan Sancet, sem hafði verið skipt inn á völlinn nokkrum sekúndum fyrr, laglegt mark eftir stórkostlega sendingu frá Inaki Williams.

Heimamenn í Bilbao sátu því uppi sem sigurvegari að lokum og er liðið með níu stig eftir sjö umferðir. Þetta var þriðja deildartap Sevilla í röð, sem er núna með sjö stig eftir sex leiki.

Athletic Bilbao 2 - 1 Sevilla
0-1 Youssef En-Nesiry ('9)
1-1 Iker Muniain ('76)
2-1 Oihan Sancet ('86)

Atletico Madrid lagði þá Osasuna að velli í leik þar sem Joao Felix var óheppinn að skora ekki þrennu.

Felix skoraði úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og klúðraði hann svo annarri spyrnu í upphafi þess síðari. Báðar spyrnurnar voru fastar og fóru í sömu átt, nema að sú seinni hæfði stöngina og fór aftur út í teig.

Felix skoraði sitt annað mark á 69. mínútu og hleypti Ante Budimir lífi í leikinn á lokakaflanum með skallamarki sínu á 80. mínútu, staðan orðin 1-2.

Endakaflinn var gífurlega spennandi þar sem bæði lið fengu álitlegar sóknir en það var Lucas Torreira, miðjumaður Arsenal sem er hjá Atletico að láni, sem innsiglaði sigurinn með flottu marki eftir stoðsendingu frá Kieran Trippier.

Atletico er í þriðja sæti eftir sigurinn, með 6 stig eftir 14 umferðir. Osasuna er með 10 stig eftir 7.

Osasuna 1 - 3 Atletico Madrid
0-1 Joao Felix ('43, víti)
0-1 Joao Felix, misnotað víti ('48)
0-2 Joao Felix ('69)
1-2 Ante Budimir ('80)
1-3 Lucas Torreira ('88)

Að lokum var Diego Jóhannesson Pando ónotaður varamaður er Real Oviedo lagði Las Palmas á útivelli í B-deildinni.

Nahuel Leiva gerði tvennu fyrir Oviedo í 1-2 sigri. Mörkin skoraði hann með skömmu millibili í fyrri hálfleik.

Oviedo er með 10 stig eftir 10 fyrstu umferðir nýs tímabils.

Las Palmas 1 - 2 Real Oviedo
0-1 N. Leiva ('19)
0-2 N. Leiva ('21)
1-2 Alex Suarez ('88)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 16 11 3 2 32 15 +17 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Espanyol 15 8 3 4 19 16 +3 27
6 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Elche 15 4 7 4 18 17 +1 19
10 Celta 15 4 7 4 18 19 -1 19
11 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
12 Vallecano 15 4 5 6 13 16 -3 17
13 Sevilla 15 5 2 8 20 24 -4 17
14 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
15 Valencia 15 3 6 6 14 23 -9 15
16 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 15 2 6 7 13 29 -16 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
Athugasemdir
banner
banner