Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 01. október 2013 18:00
Arnar Már Guðjónsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Falllegt tímabil
Arnar Már Guðjónsson
Arnar Már Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að ÍA en Arnar Már Guðjónsson gerir upp sumarið þeirra í pistli hér að neðan.



Eftir gott 1. tímabil sem nýliðar í fyrra var nokkuð mikil bjartsýni í bæjarfélaginu og innan hópsins um að góður árangur myndi nást í sumar, ágætis undirbúningstímabil og voru allir skrokkar klárir í mótið í byrjun maí.

Sumarið byrjaði eins og alltaf á hraðmóti maí mánuðar þar sem línur skýrast oft um lokaniðurstöðu mótsins. Byrjunin hjá okkur Skagamönnum var hins vegar ekki góð og gaf það því miður tóninn fyrir komandi tímabil, aðeins einn sigur vannst í
hraðmótinu sem reyndist meira að segja eini sigur liðsins í fyrri umferð.

Andinn innan liðsins var samt áfram góður og héldu menn áfram í þeirri trú að þetta hlyti nú að fara að detta með okkur, endurtekið efni virtist það samt orðið vera að mæta til leiks og enda uppi með 0 stig.

Fór á tímabili að athuga hjá lækni hvort að eitthvað væri hægt að fá fyrir lekanda, læknirinn tjáði mér hinsvegar að það sem væri að hrjá okkar lið væri annars konar lekandi. Til þess að fá þann læknisviðurkennda þyrfti í fyrsta lagi að skora á einhverjum vígstað en staðreyndin var bara sú að við vorum að leka mörkum hægri vinstri og ekki skora nóg af mörkum. Einföld íþrótt

Þegar fyrri umferð var lokið áttu sér stað þjálfaraskipti þar sem Doddi þjálfari hætti og ekki minni maður en Toddi tók við (aðeins lágvaxnari reyndar). Byrjuðum strax á sigri gegn ÍBV og mikil bjartsýni greip um sig, en vorum fljótt skotnir aftur niður á jörðina og komnir í sama farið. En kenningin um að með því að breyta aðeins einum staf í nafni nýs þjálfara frá fyrri þjálfara og þá myndu stigin hrannast inn gekk því miður ekki upp, einu hlutirnir sem voru að detta vorum við sjálfir, niður um deild.

Mikið var rætt um útlendingana í okkar liði í fyrri hluta móts, góðvinur minn Jan Mikel Berg fékk þar verstu útreiðina og gat maður þar séð hversu stuðningsmenn geta verið grimmir þegar illa gengur. Twitter drullið þetta árið var þess vegna mest gegn okkur en leikmenn liðsins náðu að halda sér á mottunni á netinu þetta tímabilið.

Þetta var skrýtið tímabil að mörgu leyti, leikjafyrirkomulag virtist í molum og endaði þetta oftar en ekki í löngum pásum og mörgum hraðmótum. Heyrði einmitt að einmitt þetta sumar hafi aldrei fleiri verið í sumarbústað yfir helgarnar. Það þarf alvarlega að fara að setjast niður og ákveða hvernig stemmningu KSÍ vil bjóða uppá á leikjum, það veit aldrei neinn hvenær er leikur. Koma meira að segja fyrir Spánverjana okkar að þeir voru á vitlausum tíma í leik en það var reyndar siesta þannig við fyrirgefum þeim það.

En nú er þetta bara búið og virðist þetta alltaf líða jafn fljótt, mótið er allt í einu farið frá manni áður en maður veit af. Ótrúlega erfiðu sumri lokið hjá okkur en tilfinningin hjá mönnum í lok móts sýnir bara að menn vilja gera allt sem þeir geta til að fá að spila í efstu deild aftur. Þyrsta deildin, afsakið fyrsta deildin verður sterkari og sterkari með hverju árinu en Skaginn á heima í efstu deild og þangað viljum við fara aftur sem allra fyrst.

Við erum ekkert það lélegir í fóbó,
þó að árangurinn sýni annað.
þið sjáið Habbó kom blikum í bóbó.
Allt neikvæðistal nú bannað.

Kv. Arnar Már Guðjónsson
Athugasemdir
banner
banner
banner