Kristján Flóki Finnbogason, sóknarmaður FH, sýnir á sér hina hliðina í dag.
Kristján Flóki gekk í raðir FH frá Kaupmannahöfn fyrir tímabilið en hann er uppalinn í Krikanum. H
Kristján Flóki gekk í raðir FH frá Kaupmannahöfn fyrir tímabilið en hann er uppalinn í Krikanum. H
Fullt nafn: Kristján Flóki Finnbogason
Gælunafn sem þú þolir ekki: Ég var stundum kallaður Ísland þegar ég bjó í köben, mér fannst það ekkert óþolandi en kannski soldið skrítið
Aldur: 20
Giftur/sambúð: Nei
Börn: Vonandi einn daginn
Kvöldmatur í gær: Pizza á Eldsmiðjunni
Uppáhalds matsölustaður: KFC
Hvernig bíl áttu: Bíllaus
Besti sjónvarpsþáttur: Horfi lítið á þætti en einu sinni horfði ég á Prison Break og ég gat ekki hætt
Uppáhalds hljómsveit: Það breytist daglega, á venjulegum degi er það aðalega John Mayer, The Cure, Arctic Monkeys, Kanye West og Red Hot Chili Peppers en þegar helgin nálgast þá taka við Avicii, Pitbull, Basshunter og fleirri en svo er ég einnig mjög hrifinn af bæði Íslenskri tónlist og þá er helst að nefna Jón Og Friðrik Jónssyni
Uppáhalds skemmtistaður: American Bar hrikalega flottur staður
Frægasti vinur þinn á Facebook: Ætli það sé ekki Jón Jónsson eða jafnvel Rúrik Gíslasson
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Áfylling 5 GB. Staðan er 5 GB
Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Nei, væri alltaf að því ef ég kynni að dýfa mér en ég er hræddur um að það myndi líta kjánalega út ef ég myndi reyna það
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Breiðablik
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Munir El Haddadi
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Enginn
Sætasti sigurinn: Ótrúlegt þegar við unnum Real Madrid í riðlakeppni U19 Champions League. Lentum 1-2 undir en kláruðum leikinn 3-2. Leiðinlegt reyndar að ég var í banni í þessum leik.
Mestu vonbrigðin: Kæruleysisleg frammistaða hjá okkur í U19 ára landsliðinu í milliriðlinum fyrir EM á Írlandi á síðasta ári
Uppáhalds lið í enska: Ekkert
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég hef hrikalega gaman af Sindra Björnssyni, væri til í að hafa hann hjá mér
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Kynna mér hvað formaður KSÍ gerir
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Adam Örn Arnarsson er næsti Ivanovic
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Erfitt að velja á milli Davíð Kristjáns í Breiðablik og Róberts Arnar í FH báðir hrikalega fallegir og einnig með stílinn á hreinu
Fallegasta knattspyrnukonan: Elín Metta
Besti íþróttalýsandinn: Er það ekki Gummi Ben
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Böðvar Böðvarsson og Eggert Georg Tómasson
Uppáhalds staður á Íslandi: Stjörnutorg í Kringlunni
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: FH - KR í 2.fl ég misreiknaði veðrið, eftir 10 mínútna leik er ég að kafna úr hita fer að hliðarlínunni til þess að klæða mig úr innanundir treyjunni sem ég var í, í miðjum gjörðum gefur Einar Karl boltann óvænt á mig og ég tek við boltanum ber að ofan og með treyjuna í höndinni. Dómarinn stoppar leikinn og gefur mér gult spjald. 5 mínútum síðar fékk ég seinna gula spjaldið mitt fyrir öxl í öxl.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2012
Besta við að æfa fótbolta: Sigurvíman og tilfinningin þegar spilið gengur vel
Hvenær vaknarðu á daginn: 7:50
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei
Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Eini leikurinn sem ég man eftir að hafa borgað mig inná þó svo að ég sé viss um að ég hafi ekki borgað úr eigin vasa er Blackburn Liverpool 2004 á Ewood Park en ég hef örugglega borgað mig inn á leik síðan þá þó svo að ég muni ekki eftir því
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Var að fá mér Adidas 11pro vona að þeir séu málið annars er ég mjög hrifinn af gömlu týpunni af Adidas Predator
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Mjög góður í auðveldri rúmfræði
Vandræðalegasta augnablik: Vandræðalegt hvað ég hef fengið mörg rauð spjöld á ævinni
Skilaboð til Lars og Heimis: Nei
Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Pass
Athugasemdir