Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 31. júlí 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 18. sæti
Brighton
Brighton fagnar marki á síðustu leiktíð.
Brighton fagnar marki á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: Getty Images
Dunk er fyrirliði og lykilmaður.
Dunk er fyrirliði og lykilmaður.
Mynd: Getty Images
Glenn Murray er 35 ára.
Glenn Murray er 35 ára.
Mynd: Getty Images
Leandro Trossard.
Leandro Trossard.
Mynd: Getty Images
Það styttist í að enska úrvalsdeildin hefjist á nýjan leik. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Brighton er spáð falli.

Um liðið: Brighton er að fara inn í sitt þriðja tímabil í röð í ensku úrvalsdeildinni og menn spyrja sig að því hvort það sé loksins komið að því að liðið falli. Chris Houghton var óvænt rekinn eftir síðustu leiktíð og Graham Potter tók við. Það er í hans verkahring að sjá til þess að liðið falli ekki.

Staða á síðasta tímabili: 17. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Stjórinn: Graham Potter tók við Brighton af Chris Houghton. Potter er mjög fær knattspyrnustjóri sem hefur farið frekar óhefðbundna leið. Hann tók við Östersund í Svíþjóð 2010 og var þar í átta ár. Hann kom liðinu úr fjórðu efstu deild í þá efstu. Hann vann bikarmeistaratitil með Östersund og kom liðinu í Evrópudeildina þar sem það féll úr leik í 32-liða úrslitum gegn Arsenal. Hann sneri aftur í enska boltann í fyrra og tók við Swansea. Hann stýrði Swansea í tíunda sæti Championship-deildarinnar áður en honum bauðst starfið hjá Brighton.

Styrkleikar: Potter hefur sýnt það að hann er mjög fær í því sem hann gerir og hann gæti verið draumaráðning fyrir Brighton. Hann vill spila öðruvísi fótbolta en Houghton, hann vill spila fallegan fótbolta. Hann getur unnið með öflugan kjarna sem er til staðar, kjarna sem þekkir vill inn á hvorn annan. Ryan í markinu, Duffy og Dunk í vörninni, Groß á miðjunni og Murray í sókninni.

Veikleikar: Glenn Murray skoraði 13 mörk í fyrra, næstmarkahæsti leikmaðurinn var miðvörðurinn Shane Duffy með fimm mörk. Það þarf framlag frá fleirum. Bruno og Anthony Knockaert, leikmenn sem höfðu verið lengi hjá félaginu, hurfu á braut og þeirra verður saknað í búningsklefanum.

Talan: 42. Glenn Murray spilaði þetta marga leiki í fyrra þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára gamall. Hann virðist vera hvergi nærri hættur.

Lykilmaður: Lewis Dunk
Varnarmaðurinn er algjör lykilmaður fyrir Brighton. Hann er fyrirliði og fer fyrir sínum mönnum. Það er engin tilviljun að hann hafi verið nefndur sem mögulegur arftaki Harry Maguire hjá Leicester. Brighton þarf að halda honum.

Fylgstu með: Leandro Trossard
Brighton setti flest sín egg í körfu Trossard þegar félagið keypti hann fyrir 15 milljónir punda. Hann er kantmaður sem skoraði 17 mörk fyrir Genk í Belgíu á síðustu leiktíð. Hann þarf að standa undir verðmiðanum.

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Er komið að því Brighton? Eftir að standa sig ágætlega á fyrstu leiktíð náði liðið rétt svo að halda sér uppi í fyrra og margir sem spá því niður núna. Til að koma í veg fyrir það ætla menn að treysta á töframanninn Potter, Graham Potter, sem fær nú sitt fyrsta tækifæri í deild þeirra bestu eftir ævintýrin með Östersund og eina leiktíð með Swansea í B-deildinni. Töfrar Potter munu væntanlega ekki koma í veg fyrir neitt annað en fallbaráttu en félagið skutlaði þó fimmtán milljónum punda í vængmanninn Leondro Trossard sem bendir vonandi til þess að það vilji meira en baráttu við botninn.“

Undirbúningstímabilið:
Liefering 2 - 5 Brighton
Crawley 0 - 1 Brighton
Fulham 2 - 1 Brighton
Birmingham 0 - 4 Brighton
Brighton 2 - 1 Valencia

Komnir:
Leandro Trossard frá Genk - 15 milljónir punda
Matt Clarke frá Portsmouth - Kaupverð ekki gefið upp
Taylor Richards frá Manchester City - 2,5 milljónir punda

Farnir:
Bruno - hættur
Ben White til Leeds - Á láni
Anthony Knockaert til Fulham - Á láni
Jan Mlakar til QPR - Á láni
Viktor Gyökeres til St. Pauli - Á láni
Markus Suttner til Fortuna Dusseldorf - 2 milljónir punda

Þrír fyrstu leikir: Watford (Ú), West Ham (H) og Southampton (H).

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. Brighton, 23 stig
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner