Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   mið 06. október 2010 17:00
Hörður Snævar Jónsson
Guðjón Þórðarson: Rennum svolítið blint í sjóinn
Guðjón var síðast með ÍA á Íslandi.
Guðjón var síðast með ÍA á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
,,Mér líst bara vel á þetta hérna á Ísafirði," sagði Guðjón Þórðarson í samtali við Fótbolta.net í dag.

Guðjón tók við 1. deildar liði BÍ/Bolungarvík í dag mun stýra liðinu næsta sumar.

,,Þetta var frekar stuttur aðdragandi, þetta verður fínn vetur og krefjandi. Þetta verður erfitt en gaman," sagði Guðjón sem ræddi einnig við KA.

,,Ég talaði við nokkra aðila en það skiptir engu máli við hverja ég talaði, það skiptir ekki neinu. Ég samdi við BÍ/Bolungarvík og annað skiptir ekki máli."

BÍ/Bolungarvík verða nýliðar í 1. deildinni næsta sumar en hvað er markmið liðsins?

,,Það er að bæta stöðu liðsins, við rennum svolítið blint í sjóinn með það. Við sjáum hvernig staðan var hjá liðunum sem komu upp í ár, Grótta rétt slapp og Njarðvík féll. Grótta var bara næsta lið niður, við vitum að þetta verður erfið barátta."

Guðjón var síðast við stjórnvölinn hjá Crewe í Englandi, hann mun vera í Reykjavík í vetur þar sem flestir leikmenn liðsins eru yfir veturinn.

,,Samsetningin á liðinu er að stærsti hluturinn af hópnum verður í Reykjavík í vetur og ég verð því þar með þeim," sagði Guðjón en mun hann styrkja liðið?

,,Ég mun styrkja liðið eitthvað en það á bara eftir að koma í ljós hvernig það verður."

,,Aðstæðurnar verða fínar í sumar, það er ekkert að því. Við erum með tvo velli en munum spila á Ísafirði, við erum með fína aðstöðu."

,,Ég er alltaf bjartsýnn, þetta verður bara gaman. Þetta er tilhlökkunarefni,"
sagði Guðjón að lokum í samtali við Fótbolta.net.
banner
banner
banner
banner
banner