Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 13. ágúst 2014 17:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 9. sæti: Swansea
Lokastaða síðast: 12. sæti
Enski upphitun
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn til Swansea.
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn til Swansea.
Mynd: Getty Images
Margir efast um Garry Monk.
Margir efast um Garry Monk.
Mynd: Getty Images
Wilfried Bony er lykilmaður.
Wilfried Bony er lykilmaður.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við höfum trú á því að koma Gylfa Sigurðssonar til Swansea komi liðinu upp um þrjú sæti frá síðasta tímabili.

Um liðið: Eftir að hafa gert góða hluti hjá Swansea yfirgaf Michael Laudrup stjórastólinn vegna deilna við stjórnarformann félagsins. Swansea gerði eins og Tottenham með því að skipta út stóru nafni á evrópskan mælikvarða fyrir Breta sem hefur verið að vinna bak við tjöldin. Swansea skorar hátt þegar kemur að sendingum en ekki eins hátt þegar kemur að því að koma boltanum í net mótherjana.

Stjórinn: Garry Monk
Spilaði sem miðvörður í öllum fjórum deildunum fyrir Swansea og þekkir félagið út og inn. Hann á ýmislegt ósannað sem knattspyrnustjóri en hann er með stuðning stjórnarinnar og tíma til að læra.

Styrkleikar: Liðið getur ógnað á margan hátt. Liðið hefur marga hæfileikaríka leikmenn sem þekkja hlutverk sitt. Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur en hann sýndi sínar bestu hliðar þegar hann lék fyrir liðið.

Veikleikar: Liðið þarf meiri breidd, sérstaklega varnarlega. Ef byrjunarliðsmenn aftast á vellinum meiðast koma óreyndir menn inn.

Talan: 8
Sjálfsmörk sem mótherjar Swansea skoruðu.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Ekki lána Ki Sung-Yueng frá liðinu. Leikmaðurinn blómstraði hjá Sunderland og klárt að Swansea getur notað hann.

Verður að gera betur: Jonjo Shelvey átti nokkra frábæra leiki og skoraði glæsileg mörk. Þess á milli var hann ósýnilegur. Verður að fá fram meiri stöðugleika í sinn leik.

Lykilmaður: Wilfried Bony
Maðurinn sem á að sjá til þess að stuðningsmenn Swansea gleyma Michu. Bony skoraði 25 mörk á síðasta tímabili án þess að nokkur veitti því athygli. Leikmaður sem hefur tekið skrefið úr hollenska boltanum og mörg félög væru til í að hafa.

Komnir:
Gylfi Þór Sigurðsson frá Tottenham
Lukasz Fabianski frá Arsenal
Bafetimbi Gomis frá Lyon

Farnir:
Chico Flores til Lekhwiya
Ben Davies til Tottenham
Leroy Lita til Barnsley
Alejandro Pozuelo til Rayo Vallecano
Michel Vorm til Tottenham

Þrír fyrstu leikir: Man Utd (ú), Burnley (h) og West Brom (h)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Swansea 123 stig
10.Stoke City 110 stig
11. West Ham 92 stig
12. Crystal Palace 91 stig
13. Sunderland 88 stig
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner