Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   mið 13. ágúst 2014 14:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 10. sæti: Stoke
Lokastaða síðast: 9. sæti
Enski upphitun
Austurríkismaðurinn Marko Arnautovic.
Austurríkismaðurinn Marko Arnautovic.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes hefur unnið stuðningsmenn á sitt band.
Mark Hughes hefur unnið stuðningsmenn á sitt band.
Mynd: Getty Images
Fyrirliðinn Ryan Shawcross.
Fyrirliðinn Ryan Shawcross.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Stoke City endar í tíunda sæti deildarinnar ef spáin rætist.

Um liðið: Hjá Stoke voru menn orðnir þreyttir á leikstíl Tony Pulis og Mark Hughes var ráðinn til að breyta hlutunum. Honum gekk erfiðlega til að byrja með en hugmyndafræði Hughes fór hægt og rólega að skila árangri. Nú er talsvert skemmtilegra að horfa á Stoke en áður. Nú er markmiðið að taka framförum og stíga skref í rétta átt. Mikilvægt var að ná að halda markverðinum Asmir Begovic.

Stjórinn: Mark Hughes
Lið undir stjórn Mark Hughes hafa alltaf spilað fínan fótbolta og liðið hefur meiri gæði en áður í sínum leikmannahópi. Það voru skiptar skoðanir þegar Hughes var ráðinn en hann hefur unnið flesta, ef ekki alla, stuðningsmenn Stoke á sitt band.

Styrkleikar: Skipulag. Begovic, fyrirliðinn Ryan Shawcross og Robert Huth eru þar lykilmenn. Glenn Whelan er akkerið á miðjunni sem hefur gott auga fyrir spili. Þa ðer auðvelt að sjá af hverju heimavallarárangur Stoke er svona góður.

Veikleikar: Mörk. Enginn leikmaður Stoke hefur skorað fleiri en ellefu mörk á tímabili og þeim vantar sárlega betri markaskorara. Er Mame Biram Diouf rétti maðurinn? En ef Peter Crouch fer þarf að bæta við leikmanni.

Talan: 2
Fjöldi skallamarka sem Stoke skoraði á síðasta tímabili. Ekkert lið skoraði færri skallamörk.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Bregðast við lélegum árangri á útivöllum. Liðið vann aðeins þrjá útileiki á síðasta tímabili.

Verður að gera betur: Er ekki kominn tími á að loka þremur hornum á leikvangnum? Áhorfendum er ansi kalt á vindasömum laugardögum og blautum miðvikudögum í Stoke.

Lykilmaður: Marko Arnautovic
Án sköpunarmátts þessa 25 ára leikmanns væri Stoke í vandræðum. Hann lagði upp sjö mörk á síðasta tímabili. Landsliðsmaður Austurríkis er svo sannarlega lykilmaður hjá Stoke.

Komnir:
Phil Bardsley frá Sunderland
Bojan Krkic frá Barcelona
Mame Biram Diouf frá Hannover 96
Steve Sidwell frá Fulham

Farnir:
Juan Agudelo samningslaus
Michael Kightly til Burnley
Jermaine Pennant samningslaus

Þrír fyrstu leikir: Aston Villa (h), Hull City (ú) og Man City (ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.Stoke City 110
11. West Ham 92 stig
12. Crystal Palace 91 stig
13. Sunderland 88 stig
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner