Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 25. ágúst 2014 18:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Erum að spila sóknarbolta sem virkar
Leikmaður 18. umferðar - Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Sveinn Fannar (til hægri) í leiknum á laugardag.
Sveinn Fannar (til hægri) í leiknum á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Leikmenn Fjaraðbyggðar fagna sigrinum á laugardag.
Leikmenn Fjaraðbyggðar fagna sigrinum á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sveinn Fannar Sæmundsson er leikmaður 18. umferðar í 2. deild karla en hann átti flottan leik þegar Fjarðabyggð sigraði Gróttu 3-2 á útivelli í fyrradag og gulltryggði um leið sæti í 1. deild að ári.

,,Já ég var mjög ánægður með sigurinn. Við fáum reyndar þetta ljóta klaufamark á okkur rétt fyrir hálfleik en heilt yfir fannst mér þetta nokkuð solid frammistaða hjá liðinu. Vorum ávallt hættulegir fram á við og vörðumst mjög vel þó að við höfum fengið tvö mörk á okkur," sagði Sveinn Fannar við Fótbolta.net í dag.

Fjarðabyggð er fimm stigum á undan Gróttu þegar fjórar umferðir eru eftir og Sveinn Fannar segir að markmiðið núna sé að vinna deildina. ,,Já engin spurning. Það væri gaman að vinna tvær deildir í röð og skuldum okkur og fleirum það eftir skituna sem átti sér stað þegar við féllum niður í 3.deild."

Fjarðabyggð vann 3. deildina í fyrra og liðið er því að fara upp um deild annað árið í röð. Sveinn Fannar segir að árangurinn í sumar komi þó ekki á óvart.

,,Nei eiginlega ekki, erum búnir að vera æfa stíft síðan seinasta tímabil endaði. Erum að spila góðan bolta og erum bara heilt yfir orðnir betri knattspyrnumenn en á seinasta tímabili. Erum meira og meira að læra hvernig bolta Binni (Brynjar Þór Gestsson) vill að við spilum," segir Sveinn Fannar en hverju þakkar hann góðu gengi í sumar?

,,Ætli það sé ekki bara leikgleðinni í hópnum, alltaf skemmtilegast að spila þegar það gengur vel. Allt liðið þekkir hvorn annan vel, innan og utan vallar. Þjálfarinn á auðvitað einnig stóran hlut í þessu, erum að spila þennan sóknarbolta sem hann vill að við spilum og hann hefur gengið mjög vel hingað til. Svo eru það bara stuðningsmennirnir og yndislega fólkið sem vinnur í kringum þennan klúbb."

Fjarðabyggð spilaði í 1. deild í nokkur ár áður en liðið féll árið 2010. Sveinn FAnnar vill meina að félagið geti fest sig í sessi í 1. deildinni.

,,Ég hef trú á því já, við erum að spila sóknarbolta sem virkar, skorum mikið og fáum fá mörk á okkur í leiðinni. Við erum líka með mjög ungt lið, ætli meðalaldurinn á hópnum væri ekki svona um 22. ára ef Tommy (Nielsen) væri ekki. Ég held að Fjarðabyggð muni einungis verða betri þegar við ungu mennirnir fáum meiri reynslu og hef þá mikla trú á að við verðum sterkt 1. deildarfélag," segir Sveinn og bætir við að fótboltaáhuginn sé mikill á Austurlandi.

,,Já, mér finnst það. Það mæta margir á heimaleiki hjá okkur og býst ég við að það muni fleiri mæta á næsta tímabili. Það eru líka margir Austfirðingar sem búa á höfuðborgarsvæðinu og sýna sig á leikjum okkar þar. En heilt yfir er ég mjög glaður með áhugann þó að það sé aldrei of mikið af honum."

Sjá einnig:
Leikmaður 17. umferðar: Steinþór Már Auðunsson (Dalvík/Reynir)
Leikmaður 16. umferðar: Alvaro Montejo Calleja (Huginn)
Leikmaður 15. umferðar: Almar Daði Jónsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 14. umferðar: Halldór Hilmisson (Grótta)
Leikmaður 13. umferðar: Bjarki Þór Jónasson (Völsungur)
Leikmaður 12. umferðar: Viggó Kristjánsson (Grótta)
Leikmaður 10. umferðar: Jón Gísli Ström (ÍR)
Leikmaður 9. umferðar: Björn Axel Guðjónsson (Njarðvík)
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Jónasson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 7. umferðar: Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð)
Leikmaður 6. umferðar: Atli Haraldsson (Sindri)
Leikmaður 5. umferðar: Hrafn Jónsson (Grótta)
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner