Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 04. september 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Höfum spilað saman síðan við vorum 5 ára
Brynjar Jónasson.
Brynjar Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér fannst þetta einn af mínum bestu leikjum í sumar ásamt leiknum á móti Sindra úti, manni líður oftast nokkuð vel með frammistöðu sína á vellinum þegar maður skorar þrjú mörk," segir Brynjar Jónasson leikmaður 19. umferðar í 2. deild karla.

Brynjar skoraði þrennu þegar Fjarðabyggð sigraði KF 4-0 um síðustu helgi en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk. ,,Stefnan er fyrst og síðast að vinna deildina en markakóngstitill væri náttúrulega frábær bónus," segir Brynjar.

Fjarðabyggð hefur tryggt sér sæti í 1. deild að ári og allt bendir til þess að liðið muni vinna 2. deildina. Hverju þakkar Brynjar þennan góða árangur?

,,Ég þakka bara öllu batteríinu sem er að vinna þarna hjá Fjarðabyggð fyrir að leyfa mér að koma í sumar, gefa mér húsnæði og vinnu og svo auðvitað þjálfaranum fyrir að treysta á mig og gefa mér þessi tækifæri á vellinum."

Brynjar gekk til liðs við Fjarðabyggð fyrir tímabilið sem og tvíburabróðir hans Andri. Brynjar segir gaman að spila með honum.

,,Það er algjör veisla. Við þurfum stundum ekki einu sinni að tala saman inn á vellinum ég get bara lesið hvað hann er að hugsa, svo erum við líka búnir að spila saman síðan við vorum 5 ára þannig við þekkjum hvorn annan ágætlega inná vellinum."

Brynjar er uppalinn hjá FH en hann segist ekki vera farinn að íhuga hvar hann mun spila á næsta ári. ,,Ég er leikmaður Fjarðabyggðar eins og er og er ánægður þar og ætla bara að einbeita mér á að klára tímabilið þar," segir Brynjar en Fjarðabyggð getur tryggt sér sigur í deildinni með hagstæðum úrslitum gegn Huginn um helgina.

,,Jú það er klárlega markmiðið og það væri heldur ekkert leiðinlegt að tryggja sigurinn í deildinni á móti Huginn," sagði Brynjar.

Sjá einnig:
Leikmaður 18. umferðar: Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 17. umferðar: Steinþór Már Auðunsson (Dalvík/Reynir)
Leikmaður 16. umferðar: Alvaro Montejo Calleja (Huginn)
Leikmaður 15. umferðar: Almar Daði Jónsson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 14. umferðar: Halldór Hilmisson (Grótta)
Leikmaður 13. umferðar: Bjarki Þór Jónasson (Völsungur)
Leikmaður 12. umferðar: Viggó Kristjánsson (Grótta)
Leikmaður 10. umferðar: Jón Gísli Ström (ÍR)
Leikmaður 9. umferðar: Björn Axel Guðjónsson (Njarðvík)
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Jónasson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 7. umferðar: Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð)
Leikmaður 6. umferðar: Atli Haraldsson (Sindri)
Leikmaður 5. umferðar: Hrafn Jónsson (Grótta)
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Athugasemdir
banner
banner
banner