Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   lau 02. maí 2015 12:19
Daníel Freyr Jónsson
Stjóri Rotherham mætti með sombrero hatt
Mynd: Twitter
Steve Evans, stjóri Rotherham, mætti í sólstrandarfötunum með sombrero hatt og í sandölum fyrir leik liðsins gegn Leeds í lokaumferð Championship-deildarinnar í dag.

Evans stóð þar við loforð sitt um að mæta í sumarfötunum áður en liðið tryggði veru sína í deildinni með sigri á Reading í vikunni.

Alls var kassamerkinu #Sombreroforsteve tístað yfir 10.000 sinnum í vikunni eftir að Evans lofaði að mæta í fötunum.

Rotherham fór upp um tvær deldir á tveimur árum undir stjórn Evans áður en liðið hélt sæti sínu í næst efstu deild Englands fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner