Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 20. nóvember 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Helgi Björns spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Helgi Björnsson í dómarasætinu.
Helgi Björnsson í dómarasætinu.
Mynd: Skjárinn
City rúllar yfir Liverpool samkvæmt spá Helga.
City rúllar yfir Liverpool samkvæmt spá Helga.
Mynd: Getty Images
Helgi spáir sínum mönnum í Tottenham sigri.
Helgi spáir sínum mönnum í Tottenham sigri.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í enska boltanum.

Helgi Björnsson, dómari í The Voice á Skjá Einum, sér um að spá í leikina að þessu sinni.

„Ég hef haldið með Tottenham alla tíð," sagði Helgi. „Pabbi var í landsliðinu 1961 og þá fór hann með liðinu á leik á White Hart Lane. Þá var Jimmy Greaves stjarnan þegar Tottenham vann deild og bikar. Pabbi kom heim og sá ekkert nema Tottenham og hann smitaði mig."



Watford 1 - 1 Manchester United (12:45 á morgun)
Sonur minn verður ekki ánægður með þessa spá en United hafa verið óstöðugir. Þeir hafa átt flotta leiki en dottið niður inn á milli.

Chelsea 3 - 1 Norwich (15:00 á morgun)
Chelsea fer að binda enda á ruglið. Það er annað hvort eða.

Everton 3 - 0 Aston Villa (15:00 á morgun)
Þetta verður auðvelt hjá Everton.

Newcastle 1 - 2 Leicester (15:00 á morgun)
Leicester tekur þetta og heldur áfram á skriði.

WBA 0 - 2 Arsenal(15:00 á morgun)
WBA á ekki séns á að taka Arsenal.

Swansea 1 - 0 Bournemouth (15:00 á morgun)
Við setjum eitt mark á Gylfa og Swansea tekur þetta.

Southampton 2 - 2 Stoke (15:00 á morgun)
Southampton er að standa sig vel þessa dagana en Stoke eru alltaf seigir og það er erfitt að eiga við þá.

Manchester City 4 - 1 Liverpool (17:30 á morgun)
Liverpool er ekki ennþá að finna fæturnar. Manchester City þarf aðeins að stíga upp núna og þetta er fínn leikur í það.

Tottenham 2 - 1 West Ham (16:00 á sunnudag)
Þetta er svakalegur Austur-Lundúnarslagur. Við höldum okkar striki og vinnum.

Crystal Palace 3 - 1 Sunderland (20:00 á mánudag)
Crystal Palace hefur komið á óvart og þeir hafa verið sprækir í vetur.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner