Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mán 02. janúar 2017 13:29
Magnús Már Einarsson
Laugardal
Íslenski landsliðshópurinn - Albert, Óttar og fimm aðrir nýliðar
Óttar Magnús Karlsson er nýliði í hópnum.
Óttar Magnús Karlsson er nýliði í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill er nýliði.
Sigurður Egill er nýliði.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag 22 manna hóp sem fer í næstu viku á æfingmót í Kína.

Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða og því koma allir leikmennirnir að þessu sinni úr liðum frá félögum á Norðurlöndunum þar sem keppni er ekki í gangi þar. Fimm leikmenn úr hópnum koma úr félögum í Pepsi-deildinni.

Hinir 19 gömlu Albert Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson eru á meðal sjö nýliða í hópnum.

Rúnar Alex Rúnarsson, Orri Sigurður Ómarsson, Viðar Ari Jónsson og Böðvar Böðvarsson eru einnig nýliðar en þeir voru í U21 árs landsliðinu í síðustu undankeppni, Þá er Sigurður Egill Lárusson líka nýliði.

Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ögmundur Kristinsson og Theodór Elmar Bjarnason eru einu mennirnir úr EM hópnum í sumar sem verða með í Kína.

Ísland mætir Síle þriðjudaginn 10. janúar klukkan 12:00 í undaúrslitum mótsins. Sigurvegarinn í þeim leik mætir Króatíu eða Síle í úrslitum en tapliðin leika um 3. sætið.

Í febrúar leikur Ísland vináttuleik við Mexíkó í Bandaríkjunum. Miklar breytingar verða á hópnum þar en mörg félög vilja ekki leyfa leikmönnum að taka þátt í þeim leik. Því verða fleiri leikmenn úr Pepsi-deildinni í þeim hóp.

Í Bandaríkjunum verða aðrir markverðir en búið er að ákveða að Ingvar Jónsson og Frederik Schram verði með í þeim leik.

Haukur Heiðar Hauksson, Hjörtur Logi Valgarðsson og Hallgrímur Jónasson eru allir meiddir en möguleiki er að þeir verði með í febrúar Í Bandaríkjunum.

Rosenborg og Bröndby gáfu ekki leyfi á leikmenn sína og því eru Guðmundur Þórarinsson, Matthías Vilhjálmsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Hjörtur Hermannsson ekki með núna né í leiknum gegn Mexíkó í Bandaríkjunum.

Álasund gaf leyfi á sínir leikmenn spili gegn Mexíkó í febrúar og því geta Adam Örn Arnarson, Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson spilað þar.

Frí er í deildunum í Austurríki og Sviss í febrúar en félög neituðu hins vegar beiðni KSÍ um að fá Birki Bjarnason, Rúnar Már Sigurjónsson og Arnór Ingva Traustason í verkefnið í Kína.

Markverðir.
Hannes Þór Halldórsson (Randers FC)
Ögmundur Kristinsson (Hammarby)
Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson (Hammarby)
Kári Árnason (Malmö FF)
Jón Guðni Fjóluson (IFK Norrköping)
Kristinn Jónsson (Sarpsborg 08)
Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Böðvar Böðvarsson (FH)

Miðjumenn:
Theódór Elmar Bjarnason (AGF)
Arnór Smárason (Hammarby)
Björn Daníel Sverrisson (AGF)
Guðlaugur Victor Pálsson (Esbjerg)
Aron Sigurðarson (Tromsö)
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Sigurður Egill Lárusson (Valur)

Sóknarmenn:
Elías Már Ómarsson (IFK Gautaborg)
Kjartan Henry Finnbogason (Horsens)
Björn Bergmann Sigurðarson (Molde)
Albert Guðmundsson (PSV Eindhoven)
Óttar Magnús Karlsson (Molde)
Athugasemdir
banner
banner
banner