Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. september 2018 13:22
Arnar Helgi Magnússon
England: Vandræði United halda áfram
Anderson skoraði frábært mark í dag.
Anderson skoraði frábært mark í dag.
Mynd: Valur
West Ham 3 - 1 Manchester Utd
1-0 Felipe Anderson ('6 )
1-1 Victor Lindelof ('43 , sjálfsmark)
1-2 Marcus Rashford ('71 )
2-2 Marko Arnautovic ('74 )

West Ham og Manchester United mættust í fyrsta leik dagins í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United liðið verið mikið í umræðunni síðustu vikunna vegna lélegs gengi og innanbúðar vandræða.

Leikmenn West Ham byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax eftir fimm mínútur voru þeir komnir yfir. Zabaleta átti þá sendingu inná teig þar sem Felipe Anderson var mættur og kláraði snyrtilega.

West Ham tvöfaldaði síðan forystu sína á markamínútunni eftir að Yarmolenko reyndi skot á mark sem endaði í Lindelöf og þaðan í markið. 2-0 í hálfleik.

Paul Pogba var tekinn útaf á 70. mínútu leiksins en United minnkaði muninn á 71. mínútu þegar Rashford setti boltann í netið eftir hornspyrnu Luke Shaw.

Endurkoma hugsuðu sennilega flestir stuðningmenn United en svo var ekki því að Marko Arnautovic gerði útum vonir United þegar hann kom West Ham í 3-1 þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Lokatölur 3-1.

West Ham að rétta úr kútnum á meðan vandræði United halda áfram.
Athugasemdir
banner
banner