Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. október 2018 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shearer hraunar yfir Mike Ashley
Alan Shearer.
Alan Shearer.
Mynd: Getty Images
Í síðustu viku bauð Mike Ashley, eigandi Newcastle, leikmönnum liðsins og stjóranum, Rafa Benitez, út að borða. Hópurinn sat saman að snæðingi í meira en þrjár klukkustundir.

Kvöldverðurinn var til að hreinsa andrúmsloftið hjá Newcastle en Ashley hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að styrkja leikmannahóp liðsins ekki nægilega mikið.

Sagt er að Ashley hafi sagt við leikmenn að hann myndi bjóða þeim upp á sérstakar bónusgreiðslur og frí ef liðinu tekst að halda sér í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er Alan Shearer, einn besti leikmaður í sögu Newcastle - ef ekki sá besti, ósáttur með.

„Mike Ashley að bjóða leikmönnum Newcastle frítt frí ef þeir halda sér uppi er móðgun. Ef ég hefði verið leikmaður og hann hefði boðið mér þetta þá hefði ég sagt honum að troða þessu upp í rassgatið á sér," sagði Shearer í dálki sínum fyrir The Sun.

„Ég hefði sagt honum að eyða frekar peningnum í félagið, að standa við bakið á knattspyrnustjóranum."

„Þessir leikmenn eru allir á himinháum launum. Heldur hann virkilega ekki að þeir geti sjálfir borgað fyrir frí?"
Athugasemdir
banner
banner
banner